is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24574

Titill: 
  • Umfang fjárfestingar á íbúðamarkaði 1990-2015. Fjárfesting, fjármagn og verðþróun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þróun skilvirks íbúðamarkaðar er mikilvæg fyrir þróun hagkerfisins. Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri um lánaform, vaxta- og lánakjör og hvernig lán einstaklingar í íbúðahugleiðingum eiga að taka. Í þessari ritgerð verður farið yfir sögu og þróun íbúðalánamarkaðar frá árinu 1990 til 2015. Lengi framan af voru íbúðalán að mestu leyti í höndum ríkisins og lífeyrissjóða en með innkomu bankanna á íbúðalánamarkað breyttist umhverfið talsvert. Lánshlutfall og hámarkslán hækkuðu, og vextir lækkuðu sem leiddi til margfaldar aukningar í íbúðalánum og aukinni eftirspurn á íbúðalánamarkaði. Í ritgerðinni verða áhrifaþættir á íbúðafjárfestingu til umfjöllunar og til þess að leggja mat á hvort hvati til nýbygginga sé til staðar á markaði verður notast við Tobins Q hlutfallið. Megintilgangur ritgerðarinnar er að skoða íbúðalánamarkaðinn í núverandi stöðu út frá íbúðafjárfestingum og umfangi fjármagns. Gerð er grein fyrir lánastofnunum og eru þær skoðaðar miðað við framboð lána og lánakjör sem eru á markaði í dag sem og hlutdeild þeirra á íbúðalánamarkaði. Lögð verður áhersla á fyrstu kaupendur og ákvarðanir sem þarf að taka áður en íbúð er fjármögnuð. Leitast verður við að svara spurningunni um hvernig íbúðalánamarkaður hefur þróast síðastliðin 25 ár og hvernig form fjármögnunar íbúðahúsnæðis hefur breyst. Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að íbúðalánamarkaður býður upp á meiri breidd en áður í lánamöguleikum hvað varðar fjölda lánastofnana, lánaform, vaxta- og lánakjör.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.sýa.pdf1.89 MBLokaður til...12.05.2026HeildartextiPDF