is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24577

Titill: 
  • Efnahagsleg áhrif flugreksturs á Íslandi: Eru áningarfarþegar lykillinn að bættum flugsamgöngum?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um flugrekstur á Íslandi í efnahagslegu ljósi með sérstaka hliðsjón af áningarfarþegum, einnig nefndir skiptifarþegar. Gerð er grein fyrir þróun atvinnugreinarinnar á síðastliðnum árum og núverandi stöðu. Flugrekstur er samtengdur ferðaþjónustu á Íslandi og er þar af leiðandi óhjákvæmilegt að fjalla einnig um innlenda ferðaþjónustu og sampil þessara tveggja greina. Flugrekstur er tiltölulega stór atvinnugrein m.t.t. veltu, atvinnu og gjaldeyristekna. Gjaldeyristekjur flugreksturs á árinu 2014 námu um 170 ma.kr. sem jafngildir um 16% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar.
    Til að meta efnahagsleg áhrif flugreksturs á Íslandi var framkvæmd aðfanga- og afurðargreining. Aðferðarfræðin gerir það mögulegt að mæla heildar efnahagsleg áhrif atvinnugreinar sem skiptast í bein, óbein og afleidd áhrif. Ákveðið var að nota virðisauka, sem samanstendur af launum og hagnaði, sem mælikvarða á bein áhrif. Með því er hægt að gera beinan samanburð við VLF. Niðurstöðurnar voru að bein áhrif í flugrekstri árið 2014 voru 54 ma.kr. og heildaráhrif 135 ma.kr. Hlutdeild flugreksturs í vergri landsframleiðslu var 6,8% á árinu 2014 ef tekið er mið af heildaráhrifum.
    Góðar flugsamgöngur eru sérstaklega mikilvægar fyrir fyrir Ísland, bæði fyrir íbúa þess og fyrirtæki. Erfitt er fyrir fámenna og landfræðilega einangraða þjóð að halda uppi víðtæku leiðakerfi nema með tilkomu áningarfarþega og ferðamanna. Leiðakerfi Icelandair byggðist í upphafi á áningarfarþegum og síðar einnig ferðamönnum. Áningarfarþegar hafa verið þess valdandi að bæta flugsamgögur í formi fjölgunar á áfangastöðum og með tíðari flugferðum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnahagsleg áhrif flugreksturs á Íslandi.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna