ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24588

Titill

Kynáttunarvandi á Íslandi 1997-2015. Aldur, kynjadreifing, lífsvenjur, lyfjameðferð, skurðaðgerðir og notkun á annarri þjónustu

Skilað
Maí 2016
Útdráttur

Kynáttunarvandi er ástand þar sem einstaklingur upplifir sig í röngu kyni. Á Landspítala starfar teymi sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð transfólks. Á síðustu árum hefur orðið fjölgun einstaklinga sem leita sér aðstoðar vegna kynáttunarvanda. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða lýðfræði (demographiu) þessa hóps og meðferð með von um að geta bætt þjónustu við hópinn.
Alls leituðu 84 einstaklingar til transteymisins á tímabilinu, þar af 49 transkonur og 35 transmenn. Fjöldi þeirra sem hefur leitað sér aðstoðar hefur aukist. Aldur transfólks sem leitar sér aðstoðar virðist vera að lækka. Meðalaldur transmanna var 23 ± 6 ár en meðalaldur transkvenna var 31 ± 11 ár.
Ljóst er að sífellt fleiri leita til transteymisins á hverju ári en það má ef til vill rekja til breytta aðstæðna í samfélaginu. Álykta mætti frá niðurstöðum þessarar rannsóknar að transfólk á Íslandi er félagslega jaðarsettur hópur með lélega menntun og stöðu. Rannsóknin mun nýtast vel í framtíðarvinnu transteymisins meðal annars til að færa rök fyrir því að um viðkvæman hóp er að ræða og þarf mikinn stuðning frá heilbrigðiskerfinu í gegnum leiðréttingarferlið.

Samþykkt
12.5.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kynáttunarvandi á ... .pdf960KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna