is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24592

Titill: 
  • Hagkvæm samkeppnislöggjöf fyrir örþjóðir. Er Ísland á réttri leið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenska samkeppnislöggjöfin er byggð á samsvarandi löggjöf erlendis, einkum frá Evrópusambandinu og Norðurlöndunum. Þrátt fyrir marga kosti kann slík ættleiðing löggjafar að vera óheppileg sökum þess að samkeppnisaðstæður á mörkuðum örþjóða krefjast annarra áherslna í samkeppnislöggjöf en í stærri hagkerfum. Smámarkaðir, líkt og hinn íslenski, glíma við lága eftirspurn í samanburði við stærri markaði sem skapar þörf á aukinni samþjöppun svo fyrirtæki nái fram stærðarhagkvæmni. Í ljósi þessa þarf að rannsaka hvernig koma megi í veg fyrir að hagkvæmnitap eigi sér stað við innleiðingu samkeppnislöggjafar sem ekki er sérstaklega ætluð örþjóðum. Ef heildarendurskoðun er ekki raunhæfur valmöguleiki þarf þó að sníða vissa annmarka af núverandi regluverki og framkvæmd þess. Þeir annmarkar snúa fyrst og fremst að meðferð samrunamála auk íhlutunarheimildar Samkeppniseftirlitsins án þess að fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislögin. Jafnframt er æskilegt að reglulega sé ráðist í ábatagreiningu á aðgerðum og starfrækslu eftirlitsins.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagkvæm samkeppnislöggjöf fyrir örþjóðir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna