is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24596

Titill: 
  • Tekjustýring hótela á Íslandi: Þegar markaðsaðstæður breytast hratt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það sem einkum einkennir starfsemi hótela er takmarkaður fjöldi herbergja sem takmarka aftur þann fjölda gesta sem gista á hótelinu hverju sinni. Það sem svo aftur einkennir verðlagningu á gistingu á hótelum, verði hótelherbergjannna, er að verð þjónustunnar breytist þegar nær dregur afhendingu. Það ferli, þegar hótelin breyta verðum, er kallað tekjustýring sem er einmitt viðfangsefni þessarar ritgerðar. Markmið tekjustýringar er að hámarka væntar tekjur af rekstrinum að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem tekjustýringin hefur í för með sér.
    Tekjustýring hótela verður flóknari þegar markaðsaðstæður breytast hratt og mikið en við þær aðstæður getur áhættan einnig aukist til muna. Frá árinu 2011 hefur fjöldi ferðamanna aukist hratt hér á landi og spár benda til þess að sá vöxtur haldi áfram á næstu misserum. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvað hafa skal í huga í tekjustýringu þegar markaðsaðstæður breytast hratt. Þá er einnig fjallað um mikilvægi spálíkana í tekjustýringu þegar markaðsaðstæður breytast hratt en spálíkön eru notuð til þess að minnka þá áhættu sem fólgin er í tekjustýringu. Í ritgerðinni verður fjallað um nokkur af þeim spálíkönum sem nota má til þess að spá fyrir um fjölda ferðamanna á ákveðnum svæðum. Einnig verður fjallað um þær breytur sem notaðar eru í spálíkönum og hvaða breytur gætu hentað vel fyrir spálíkön á Íslandi. Að lokum er svo tæpt á þeim tækifærum sem kunna að felast í tölfræði um notkun leitarorða á leitarvélum á borð við Google við framkvæmd spáa um fjölda ferðamanna og gerð grein fyrir rannsóknum sem nú þegar hafa verðið framkvæmdar með slíkum aðferðum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tekjustýring hótela á íslandi Þegar markaðsaðstæður breytast hratt.pdf805.52 kBLokaður til...16.05.2035HeildartextiPDF