is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2459

Titill: 
  • Skaðabótaábyrgð stjórnarmanna samkvæmt lögum nr. 2/1995 um hlutafélög
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er gerð ítarlega grein fyrir þeim reglum sem gilda á Íslandi um ábyrgð stjórnarmanna samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995.
    Í fyrstu tveimur köflunum ritgerðarinnar er fjallað almennt um hlutafélög, hvaða reglur gilda um félagaformið, rætt um uppbyggingu stjórnkerfis félaga og stjórnarhætti. Þar er leitt í ljós að á stjórnarmönnum félags hvíla margvíslegar skyldur sem lögfestar eru í hfl., en auk þess, innihalda ákvæði annarra laga reglur um skyldur stjórnarmanna og þá gera hfl. ráð fyrir að félög setji sér nánari reglur um starfsemi sína, meðal annars í samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Mikilvægustu skyldur sem á félagsstjórn hvílir, og þær sem einkum hafa orðið tilefni til höfðunar skaðabótamála gegn stjórnendum hlutafélaga, eru eftirlitsskyldan, trúnaðarskyldan og skyldan til að gefa bú félags upp til gjaldþrotaskipta.
    Skaðabótaábyrgð stjórnarmanna byggir á 134. gr. hfl. og sakarreglunni. Samkvæmt reglunni er stjórnarmönnum skylt að að bæta hlutafélagi það tjón sem þeir hafa valdið félaginu af ásetningi eða gáleysi í störfum sínum. Þar sem ákvæðið mælir ekki fyrir um neinar hátternisreglur er nánara inntak ábyrgðarinnar því afmarkað af þeim verkefnum og skyldum sem á félagsstjórn hvíla. Í málum um skaðabótaábyrgð stjórnenda er einkum byggt á að stjórnarmenn hafi brotið skyldur sem á þeim hvíli eða aðrar hátternisreglur sem þeim bar að fylgja í störfum sínum.
    Almennar reglur um sönnun í einkamálum gilda í málum er varða skaðabótaábyrgð stjórnarmanna. Í málum þar sem eignum er ráðstafað til tengdra aðila hefur er stjórnarmönnum ráðlagt að afla fyrirfram mats óháðs aðila á því hvert eðlilegt verð verðmætanna sé, og tryggja sér með því sönnun á að viðskiptin hafi verið byggð á eðlilegum viðskiptasjónarmiðum, ef síðar verður efast um réttmæti þeirra enda eru fordæmi fyrir því að Hæstiréttur slaki á sönnunarkröfum til gagnvart tjónþola í slíkum málum.
    Að lokum skoðað hverjar heimildir eru til að lækka bótakröfur, litið er til þess hverjir geti höfðað mál á hendur stjórnarmönnum og hvernig málsmeðferðarreglum og fyrningarreglum er fyrir komið.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HLH_fixed.pdf624.41 kBLokaðurHeildartextiPDF