is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24602

Titill: 
  • Umboðsskylda og umboðsvandi í eignastýringardeildum íslensku bankanna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umboðsskylda starfsmanna eignastýringardeilda á að liggja til grundvallar öllum fjárfestinga ákvörðunum sem teknar eru. Þeir fjármunir sem starfsmenn eignastýringar stunda viðskipti með eru eign annarra en starfsmannanna og fyrirtækisins sem þeir vinna fyrir, með öðrum orðum: Þeir vinna í umboði viðskiptavina og því er nauðsynlegt að þeir láti alla aðra en þeirra sem eiga fjármagnið mæta afgangi við alla ákvarðanatöku. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast góða mynd af því hvernig viðhorf starfsmanna eignastýringardeilda og regluvarða er til umboðsskyldunnar. Einnig vildi rannsakandi komast að því hvort þeir geri sér grein fyrir þeirra ábyrgð sem hvílir á þeim og hvort þeir séu meðvitaðir um þau lög og reglugerðir sem gilda um fjárfestavernd. Rannsóknin skiptist í þrjá meginhluta. Fyrst er gerð grein fyrir hugtökunum umboðsskylda og umboðsvandi sem liggja allri ritgerðinni til grundvallar. Í öðru lagi er farið yfir stöðu umboðskyldu í nokkrum löndunum til að geta borið ástandið þar saman við ástandið á Íslandi. Í þriðja meginhluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir viðtölum rannsakanda við starfmenn í öllum þeim íslensku bönkum sem reka eignastýringardeild og tvo regluverði sem eiga að fylgjast með því lögum og reglum sé fylgt. Árið 2008 varð mikið efnahagshrun á Íslandi og einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir glötuðu miklu fé. Um leið missti fjármálakerfið mikið traust en traust en ein lykilforsenda heilbrigðs efnahagslífs. Í rannsókn þessari varð leitast við að öðlast greinargóða mynd af afstöðu þessara starfsmanna til umboðsskyldu þeirra og hvernig þeir taka á þeim umboðsvanda sem upp kemur í störfum þeirra. Helstu niðurstöður eru að starfsmenn eignastýringar og regluverðir eru meðvitaðir um umboðsskyldu. Það eru hins vegar atriði í vinnureglum fyrirtækjanna sem erfitt er að sjá hvernig standist þær kröfur um að hagsmunir viðskiptavina eigi að ráða för. Það kemur fram í rannsókninni að við val á miðlun og sjóðum leita eignastýringarfyrirtækin sjaldnast út fyrir móðurfélag sitt. Einnig kom í ljós að ekkert fyrirtækjanna hafði reglur um hámarks veltu á eingasöfnum og ekki heldur um hámarks veltutengda þóknun

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umboðsskylda og umboðsvandi í eignastýringardeildum íslensku bankanna.pdf552.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna