is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24609

Titill: 
  • Er munur á fjármagnstekjuskatti af vaxtatekjum, söluhagnaði og leigutekjum? Hvaða sparnaðarform er hagkvæmast fyrir skattgreiðandann með hliðsjón af fjármagnstekjuskatti.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari var skoðaður fjármagnstekjuskattur sem er að finna í C-lið 7.gr laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts nr. 94/1996. Leitast var við að finna uppruna fjármagnsteknanna vextir, leigutekjur og söluhagnaður og hvaða lög og reglur gilda um þær fjármagnstekjur. Skoðaður var munur á skattlagningu milli einstaklinga og lögaðila annars vegar og hins vegar milli aðila sem hafa heimilisfesti hér á Íslandi og þá sem hafa takmarkaða heimilisfesti
    Helstu niðurstöður eru þær að fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum einstaklinga er hagstæðastur fyrir skattgreiðandann ef skoðaður var munur á sparnaðarformi af vöxtum, leigutekjum og söluhagnaði. Einstaklingar njóta þess að fyrstu 125.000 kr. af vaxtatekjum þeirra eru skattfrjálsar en eftir það bera þær 20% fjármagnstekjuskatt. Þegar borin voru saman sparnaðarform á milli fjármagnsteknanna og skattlagningar þeirra, þá þótti kostnaður, óvissuþættir fjármagnstekna og ófyrirséð útgjöld varpa skugga á fjármagnstekjur af leigutekjum og söluhagnaði. Að því framansögðu þá þótti hagstæðara fyrir skattgreiðandann að fjárfesta frekar í fjárfestingakosti með vaxtatekjum þó svo skatthlutfall leigutekna með ákveðnum takmörkunum sé einungis 10%.
    Lögaðili greiðir 20% fjármagnstekjuskatt, en í þeirra tilviki er kostnaður við öflun teknanna, tryggja þær og halda þeim við frádráttarbær. Staðgreiðslan af fjármagnstekjuskatti er bráðabirgðagreiðsla upp í tekjuskatt eða önnur gjöld sem rekstaraðilinn þarf að standa straum af. Þannig greiðir lögaðilinn einungis tekjuskatt af hagnaði sínum en ekki fjármagnstekjuskatt.
    Að lokum má nefna að erlendir aðilar með takmarkaða skattskyldu greiða afdráttarskatt af vaxtatekjum og söluhagnaði áður en tekið er tillit til tvísköttunarsamninga sem mögulega hafa verið gerðir milli Íslands og mótaðilaríkis.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FJMTSK Lokaeintak .pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna