is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24618

Titill: 
  • D-vítamín - Þekking og hegðun. Efnistök forvarnarátaks í lýðheilsu
  • Titill er á ensku Vitamin D - Knowledge and behavior
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skortur á D-vítamíni er talið vera alvarlegt lýðheilsuvandamál á Íslandi. Það er vitað að skortur á D-vítamíni hefur neikvæð áhrif á beinvirkni, en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikilvæga viðtaka með fjölbreytt hlutverk í vefjum og frumum sem geta framleitt virka D-vítamínhormónið. (Holick, 2010). Áætlað er að D-vítamínskortur hafi áhrif á einn milljarð jarðarbúa og orsökina megi aðallega rekja til borgarlífs og mikillar inniveru sem þýðir að sólarljós skín í of litlum mæli á húð líkamans. Til að mæta þessum skorti þarf fólk að taka inn D vítamínrík bætiefni. Ágreiningur er um viðmiðunarmörk fyrir daglega inntöku, enda hafa margir þættir áhrif á inntökumagnið, s.s. aldur, líkamsþyngd, húðlitur, kalkinntaka, hormónanotkun, genauppbygging, mataræði, líkamsbygging og tímasetning bætiefnatöku (Charles og Antonio, 2016).
    Framkvæmd var könnun til að rannsaka þekkingu og hegðun (áhrifavalda) fólks varðandi D-vítamín. Þátttakendur voru grunnskólakennarar um allt land og starfsfólk eins stærsta framhaldsskóla á landinu. Undirliggjandi kenning rannsóknarinnar er sú að því betri þekking á mikilvægi D-vítamíns og tengdum áhrifavöldum, því líklegra er að fólk hegði sér í samræmi við það.
    Margt bendir til þess, þegar niðurstöður rannsókna á Íslandi um D-vítamínbúskap eru skoðaðar, að þekkingu og fræðslu um D vítamín sé ábótavant. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu og hegðun fólks á þeim áhrifavöldum sem hafa áhrif á D vítamínforða þess. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þekkingu er ábótavant og hegðun stuðlar að skorti á D-vítamíni, s.s. vegna ofnotkunar á sólarvörn og ónógri inntöku á fæðubótarefnum.
    Rannsókn á breiðara þýði og stærra úrtaki, sem byggir á sama grunni, væri nauðsynleg að mínu mati svo styrkja megi enn frekar vísbendingar um niðurstöður þekkingar og hegðunar á D-vítamíni og áhrifavöldum þess.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð_AnnaÞóraÍsfold.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna