is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24624

Titill: 
  • Tilvísanir í ferðaþjónustu: Upplifun ferðaþjónustuaðila af tilvísunum á milli fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn snéri að tilvísunum á milli fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi. Markmið hennar var að fá innsýn í upplifun ferðaþjónustuaðila af mikilvægi tilvísana og samstarfs á milli fyrirtækja, greina hvers eðlis tilvísanirnar eru og hvort skilgreinanlegt mynstur væri til staðar í tilvísunum innan greinarinnar. Fyrirliggjandi kenningum og flokkunum var beitt á ferðaþjónustuna og athugað hvort grundvöllur væri fyrir yfirfærslu þeirra. Þá var lagt upp með að skoða valdauppbyggingu geirans með tilliti til tilvísana. Loks var athugað hvort hægt væri að kortleggja einfaldaða mynd af uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
    Tekin voru viðtöl við fimm reynslumikla aðila innan ferðaþjónustunnar eftir eigindlegri rannsóknarhefð. Þess var gætt að innan úrtaksins ríkti fjölbreytni í bakgrunnsbreytum en sérstaklega var hugað að því að viðmælendur hefðu sem breiðustu og ólíkustu reynslu innan ferðaþjónustunnar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að upplifun ferðaþjónustuaðila af tilvísunum er í heildina jákvæð og eru tilvísanir sannarlega viðskiptalegs eðlis og mikils umfangs í ferðaþjónustunni. Ljóst er að fyrirliggjandi kenningar, sem voru af skornum skammti, áttu að einhverju leyti við ferðaþjónustu á Íslandi en ekki reyndist unnt að yfirfæra kenningu eða flokkun í heild sinni á atvinnugreinina. Þegar tilvísanasambönd á milli ferðaþjónustuaðila voru greind var hægt að sjá tengsl á milli fjögurra þátta; streymi tilvísana í gegnum virðiskeðjuna, röð snertiflata við ferðamanninn, valdauppbygging greinarinnar og upp að hvaða marki tilvísanasamböndin eru skipuleg. Unnt var að setja þessi tengsl fram á myndrænan hátt og skýra frá hvernig þessir þættir tengjast innbyrðis.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilvísanir í ferðaþjónustu.pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna