is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24635

Titill: 
  • Hlutverk BLIMP1 og EZH2 í lifun Waldenström macroglobulinemia
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hlutverk BLIMP1 og EZH2 í lifun Waldenström macroglobulinemia
    Höfundur: Aðalheiður Elín Lárusdóttir.
    Leiðbeinandi: dr. Erna Magnúsdóttir.
    Inngangur: Umritunarþátturinn BLIMP1 er nauðsynlegur í þroskun plasmafruma og seytingu ónæmisglóbúlíns. BLIMP1 hamlar bæði gen sem örva frumuskiptingu og gen sem taka þátt í þroskun B-fruma, áður en sérhæfing í plasmafrumu hefst. Hlutverk BLIMP1 í B-frumukrabbameinum er margþætt en það hagar ýmist sem æxlisbæligen eða æxlisgen. EZH2 er hluti fjölkamba bæliflókans 2 (e. Polycomb-Repressive Complex 2). EZH2 er histónmeþýltransferasi, virki efnahvati flókans sem bætir meþýlhópum á histón H3 (H3K27) og á K26 á históni H1. EZH2 kemur við sögu í þroskun B-fruma og er mikilvægt í lifun mergæxlis (e. multiple myeloma). Nýleg gögn benda til þess að BLIMP1 og EZH2 vinni saman við þöggun ýmissa gena í plasmablöstum músa. Waldemström macroglobulinemia (hér eftir WM) er eitilfrumukrabbamein (e. lymphoid neoplasm) sem einkennist af íferð í beinmerg og offramleiðslu einstofna IgM mótefnis. Virkni BLIMP1 og EZH2 í WM hefur ekki verið skoðað. Leitast var við að skoða áhrif BLIMP1 og EZH2 á lifun WM fruma.
    Efniviður og aðferðir: Unnið var með nýlega WM frumulínu, RPCI-WMI. Klónar með niðurslætti (e. knock-down) á EZH2 og BLIMP1 voru útbúnir. Áhrif niðursláttar EZH2 og BLIMP1 á frumuskiptingu og frumudauða voru skoðuð í frumuflæðisjá.
    Niðurstöður: Niðursláttur á BLIMP1 og EZH2 hindrar frumuskiptingu með því að stýra RPCI-WMI frumum yfir í frumudauða.
    Ályktanir: EZH2 og BLIMP1 eru mikilvæg prótín í lifun RPCI-WMI fruma, án þeirra lifa þær ekki af. Gögnin benda til þess að í RPCI-WMI sé BLIMP1 æxlisbæligen. Rannsaka þarf betur samvinnu EZH2 og BLIMP1 í WM í samhengi við önnur prótín sem koma við sögu í stýrðum frumudauða.

Samþykkt: 
  • 13.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðalheiður Elín Lárusdóttir. BS ritgerð.pdf4.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna