ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24638

Titill

Áunnar erfðabreytingar í BRCA2 tengdum krabbameinum

Skilað
Maí 2016
Útdráttur

Inngangur: Arfgenga stökkbreytingin 999del5 í BRCA2 eykur áhættu á krabbameinum í brjóstum, eggjastokkum og blöðruhálskirtli. BRCA2 tekur þátt í viðgerð tvíþátta brota DNA með samstæðri endurröðun, skortur á starfsemi þess eykur óstöðugleika erfðamengisins, sem m.a. getur valdið áunnum DNA eintakafjöldabreytingum (copy number variations, CNVs).
Markmið: Að greina CNVs í brjósta, eggjastokka og blöðruhálskirtilskrabbameinum og kanna hvort þau þau væru ólík hjá einstaklingum með stökkbreytinguna 999del5 í BRCA2.
Efniviður og aðferðir:CNVs voru greind í 139 sýnum úr brjósta- (115 úr konum, 8 úr körlum), eggjastokka- (10) og blöðruhálskirtilskrabbameinum (6). Stökkbreytingin 999del5 var greind hjá þátttakendum.
Niðurstöður: Tap á heilum litningsörmum var algengara hjá 999del5 arfberum (p=.02). Klösun æxlissýna eftir CNVs sýnum í þrjá klasa (clusters). Dreifing æxlisgerða var ójöfn meðal klasa (p<.01) og dreifing 999del5 arfbera meðal klasa var einnig ójöfn (p < .01), klasi tvö hafði hæst hlutfall 999del5 arfbera. Klasarnir voru ekki sjálfstæðir áhættuþættir fyrir lifun sjúklinga.
999del5 arfberar sýndu tengsl milli taps á svæðinu 26-53Mb á litningi 13 við CNVs á sjö öðrum litningsörmum. Tap á svæðinu 26-53Mb á litningi 13 var algengara í klösum tvö og þrjú (p < .001).
Ályktanir: Brjósta, eggjastokka og blöðruhálskirtilskrabbamein úr 999del5 arfberum einkennast af tapi á ákveðnum svæðum í erfðamenginu. Klösun sýna byggð á CNVs ber kennsl á þrjá klasa, einn þeirra inniheldur hátt hlutfall 999del5 arfbera, hátt hlutfall eggjastokkakrabbameina og æxli úr þeim hóp sýna miklar breytingar á svæðum sem eru tengd við tap á BRCA2 geninu. Þetta bendir til þess að þessi klasi innihaldi æxli sem eru "BRCA-like".

Samþykkt
13.5.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
arni.johnsen.pdf6,98MBLæst til  13.5.2019 Heildartexti PDF