is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24655

Titill: 
  • Sýkingar hjá sjúklingum með Hodgkin eitilfrumukrabbamein. Lýðgrunduð rannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Hodgkin eitilfrumukrabbamein (HL) er hópur illkynja eitilfrumukrabbameina með uppruna í kímmiðju B fruma ónæmiskerfisins. HL er 0.4% allra greindra krabbameina í Svíþjóð og er aldursstaðlað árlegt nýgengi 2.0 af 100,000 hjá körlum og 1,7 af 100.000 hjá konum. Þekking á uppkomu sýkinga hjá HL sjúklingum er takmörkuð en vitað er um ónæmisbresti hjá þessum sjúklingum. Markmið rannsóknarinnar er að meta sýkingaráhættu HL sjúklinga.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framskyggn, lýðgrunduð ferilrannsókn og byggir á gögnum úr sænsku krabbameins-, sjúklinga-, þjóð- og dánarmeinaskránum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru allir einstaklingar sem greindust með HL í Svíþjóð á árunum 1980-2013. Fyrir hvern HL sjúkling voru valin allt að fjögur viðmið, pöruð eftir aldri, kyni og búsetu, sem voru á lífi á greiningardegi HL. Þátttakendum var fylgt eftir með tilliti til sýkinga og dauða eða þar til rannsókn lauk. Kaplan Meier ferlar eru notaðir til að sýna mun á uppkomu sýkinga og uppsafnaða áhættu milli samanburðarhópa. Cox aðhvarfsgreiningarlíkan var notað til að greina áhættuhlutfall (HR) með 95% öryggisbili (ÖB).
    Niðurstöður: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 6.437 HL sjúklingar og 17.585 pöruð viðmið. Meðaleftirfylgnitíminn var 10,0 ár hjá HL og 13,6 ár hjá viðmiðum. Alls greindust 7.125 sýkingar á eftirfylgnitímanum, þar af voru 3.286 sýkingar í hópi HL sjúklinga og 3.839 í hópi viðmiða. Samanborið við viðmið voru HL sjúklingar í tölfræðilega marktækri aukinni áhættu að fá sýkingu (HR=3.98; 95% ÖB 3,57-4,44), þar af bakteríusýkingu (HR=3,33; 3,04-3,66), veirusýkingu (HR=4,87; 3,73-6,36) og sveppasýkingu (HR=4,54; 3,77-5,46). Áhættan var aukin fyrir bæði karla (HR=4,10; 3,46-4,86) og konur (HR=3,85; 3,39-4,37), samanborið við viðmið. Áhættan var aukin fyrir öll tímabilin, 1980-1989 (HR=3,53; 2,85-4,38), 1990-1999 (HR=3,94; 3,25-4,78) og 2000-2013 (HR=5,10; 4,29-6,05). Samanborið við viðmið var áhætta HL sjúklinga á sýkingu aukin í öllum greiningaraldurshópum, 0-14 ár (HR=11,00; 5,11-23,67), 15-29 ár (HR=4,94; 3,70-6,60), 30-44 ár (HR=5,56; 4,10-7,55), 45-59 ár (HR=3,34; 2,57-4,35), 60-74 ár (HR=3,33; 2,57-4,35) og ≥75 ár (3,46; 2,84-4,22). Tölfræðilega marktækur munur var á fjölda sýkinga fyrir greiningu á hópi HL sjúklinga og viðmiða (p<0,001).
    Ályktanir: Sjúklingar með HL hafa verulega aukna áhættu á sýkingu eftir greiningu, hvort sem um ræðir bakteríu-, veiru- eða sveppasýkingu. Aukningu í sýkingaráhættu eftir tímabilum sem skoðuð voru má líklega skýra með öflugri meðferðum sem leiðir til meiri ónæmisbælingar. Sýnt var fram á að uppkoma sýkinga fyrir greiningu er töluvert meiri en í viðmiðshóp, svo ekki er einungis hægt að tengja uppkomu sýkinga í þessum sjúklingum við ónæmisbælandi krabbameinslyf.

Samþykkt: 
  • 13.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Jónas Bjartur Kjartansson.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna