is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24657

Titill: 
  • Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi árin 2001-2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Magahjáveituaðgerðir með kviðsjártækni hafa verið framkvæmdar á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) frá árinu 2001. Aðgerðirnar eru mikilvægur meðferðarmöguleiki fyrir sjúklinga með sjúklega offitu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna langtíma árangur slíkra aðgerða á Íslandi.
    Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn er tók til 772 sjúklinga sem gengust undir magahjáveituaðgerð á LSH árin 2001-2015. Upplýsingum var aflað úr framvirkum gagnagrunni offituaðgerða sem er hluti af sjúkraskrárkerfi LSH. Fullnægjandi þyngdartap var skilgreint sem annað hvort yfir helmingstap á yfirþyngd (%EBMIL) eða BMI undir 33.
    Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 40,5 ár og 83,16% voru konur. Meðalþyngd sjúklinga var 126,6 kg (±20,1) og líkamsþyngdarstuðull (BMI, kg/m2) var 44,0 (±5,8) að meðaltali. %EBMIL var 80% eða 56,9 kg (±14,7) eftir 1,5 ár, 70% eða 49,6 kg (±14,6) eftir 5 ár og 64% eða 48,4 kg (±14,4) eftir 10-13 ár. 84,8% sjúklinga náðu fullnægjandi þyngdartapi með meðaleftirfylgnitímann 7,4 ár eftir aðgerð. Sjúklingar voru að meðaltali með 2,8 fylgisjúkdóma offitu fyrir aðgerð. 71,2% sjúklinga með sykursýki af tegund tvö fyrir aðgerð fóru í fullt sjúkdómshlé eftir aðgerð. Rúmlega þriðjungur af sjúklingum með háþrýsting eða blóðfituraskanir urðu lyfjalausir eftir aðgerð. Snemmkomna fylgikvilla fengu 37 (4,8%) sjúklingar og fór helmingur þeirra í bráðaaðgerð. Síðkomna fylgikvilla eftir aðgerð fengu fjórðungur sjúklinga (174).
    Ályktun: Magahjáveituaðgerð hjálpar meirihluta sjúklinga að ná tilætluðu þyngdartapi. Samhliða því hlýtur meirihluti sjúklinga bót af fylgisjúkdómum offitu. Snemmkomnir fylgikvillar voru fátíðir en um fjórðungur sjúklinga fengu síðkomna fylgikvilla, sem oft krefjast nýrrar aðgerðar. Sjúklingar sem fara í magahjáveituaðgerð þurfa á ævilöngu eftirliti á næringarástandi að halda.

Samþykkt: 
  • 17.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RosamundaÞorarinsdottir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna