ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2466

Titill

Reynsla þriggja Evrópulanda af markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu. Lærdómur fyrir Ísland?

Útdráttur

Vaxandi útgjöld til heilbrigðismála hafa knúið mörg Evrópulönd til að hagræða í heilbrigðiskerfum sínum. Til þess hafa sum þeirra gripið til kerfisbreytinga í formi stýrðrar, innri markaðsvæðingar. Þessi umbótastefna á sér uppruna í nýskipan í ríkisrekstri, sem haft hefur mikil áhrif á stjórnsýslu vestrænna landa síðastliðin tuttugu ár. Þrjú Evrópulönd, Bretland, Svíþjóð og Holland, hafa verið í fararbroddi í þessari stefnu en hafa farið ólíkar leiðir að markmiðum sínum. Rannsóknarritgerð þessi rekur reynslu þjóðanna þriggja, með tilliti til stefnumótunar í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Löndin hafa valið að aðskilja hlutverk kaupanda og seljanda að heilbrigðisþjónustunni, fyrirkomulag sem reyndar var þegar til staðar í Hollandi. Þau hafa einnig markvisst unnið að aukinni dreifstýringu. Áhersla hefur verið lögð á samningagerð, kostnaðargreiningu og að skapa stýrt samkeppnisumhverfi í því skyni að auka á skilvirkni og framleiðni, bæta þjónustu, auka gæði og val sjúklinga. Í löndunum hafa umbæturnar leitt til aukins gegnsæis og upplýsingastreymis. Kostnaðarvitund hefur aukist í kerfinu. Sjúklingar hafa meira val um þjónustuveitendur og eru upplýstari sem neytendur þjónustunnar. Tilhneiging er til aukinnar ábyrgðar sjúklings á eigin heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Í engu landanna hefur orðið marktæk aukning á skilvirkni eða fækkun á biðlistum. Samningagerð hefur skapað nýjan útgjaldaflokk. Þó aðhald og kostnaðarvitund hafi almennt aukist hafa ríkisútgjöld til heilbrigðismála hafa haldið áfram að vaxa.
Á Íslandi hafa verið tekin svipuð umbótaskref með aðskilnaði á kaupanda- og seljandahlutverki og innleiðingu kostnaðargreiningarkerfis. Breytileg rekstrarform í heilbrigðisþjónustu hafa litið dagsins ljós. Hér hefur þó orðið ákveðið stefnurek þar sem einkarekin sérfræðiþjónusta hefur vaxið hratt á meðan grunnþjónustan hefur setið eftir. Þetta hefur leitt til misvægis í þjónustunni. Þá virðist vera þróun í átt til aukinnar miðstýringar, sem er drifin áfram af stærðarhagkvæmni, á kostnað samkeppni. Tækifæri til að skapa samkeppnisumhverfi í því skyni að auka afköst og þjónustu á ódýrara þjónustustigi gæti legið í heilsugæslunni, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Með því að auka aðgengi og þjónustu í heilsugæslunni má draga úr því að sjúklingar sæki sér læknisþjónustu á bráðamóttökum sjúkrahúsanna og læknastofum sérfræðinga og hugsanlega lækka heilbrigðiskostnað.

Samþykkt
6.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
_EBen09_fixed.pdf700KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna