ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24714

Titill

Súrefnismettun sjónhimnuæða í vægri vitrænni skerðingu

Skilað
Maí 2016
Útdráttur

Með hækkandi meðalaldri fólks og framförum í heilbrigðisþjónustu hefur tíðni heilabilana aukist. Alzheimer sjúkdómur (AS) er algengasta form heilabilunar. Væg vitræn skerðing (e. mild cognitive impairment, MCI) er oft fyrsta klíníska teikn heilabilana, svo sem Alzheimer sjúkdómsins. Meginbreytingar eiga sér stað í heilavef en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á breytingar í sjónhimnu Alzheimer sjúklinga. Súrefnismælingar í sjónhimnu (e. retinal oximetry) greina breytingar í efnaskiptum súrefnis en þær geta verið vísbendingar um breytingar í sjónhimnu. Lítil forrannsókn, Anna Bryndis o.fl. 2015, hefur verið framkvæmd þar sem sást marktækur munur á súrefnismettun í slag- og bláæðum sjónhimnu hjá einstaklingum með meðalsvæsinn (e. Moderate) Alzheimer í samanburði við heilbrigða. Markmið þessarar rannsóknar var skoða súrefnismettun í sjónhimnuæðum hjá einstaklingum með forstig heilabilunar (MCI) og var notast við rannsóknarþýði úr hóprannsókninni „Eðli og framvinda vitrænnar skerðingar“. Gerður var samanburður við heilbrigt þýði.

Samþykkt
25.5.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
HrafnhildurSif.pdf1,41MBLæst til  28.5.2036  PDF  
yfirlýsing.pdf334KBLokaður Yfirlýsing PDF