is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24740

Titill: 
  • „Höfuðverkur eða heilaæxli?“ Fræðileg samantekt um heilsukvíða
  • Titill er á ensku "Headache or brain tumor?" A literature review on health anxiety (hypochondriasis)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhyggjur af heilsufari eru eðlilegar og endurspegla eðli mannsins að vilja lifa og dafna. Þegar slíkar áhyggjur valda hamlandi ótta, þráhyggju og virkniskerðingu getur þó verið um heilsukvíða að ræða. Markmið með þessari fræðilegu samantekt (e. literature review) var að skoða sjúklingahóp, algengi, áhættuþætti, greiningarskilmerki og mælitæki til skimunar á heilsukvíða. Árangur meðferða var kannaður með áherslu á framtíðarmöguleika í hjúkrun auk þess að varpa ljósi á stöðu fyrirbærisins hérlendis. Algengi heilsukvíða er sambærilegt almennri kvíðaröskun, felmturröskun og áfallastreituröskun. Röskunin dreifist jafnt milli kynja og aldurshópa og er allt að fjórfalt algengari hjá einstaklingum með greinda sjúkdóma. Internetnotkun fylgir aðgengi að fjölbreyttum heilbrigðistengdum upplýsingum sem getur aukið á vanlíðan einstaklinga með heilsukvíða. Fræðimenn eru ósammála um skilgreiningu röskunarinnar og sjúkdómsflokkunarkerfum ber ekki saman um greiningarskilmerkin. Hefur þetta komið niður á framgangi og gæðum rannsókna og aftrað þekkingu og þróun á úrræðum. Rannsóknir hafa þó tekið við sér undanfarin ár og virðist fyrirbærið njóta vaxandi áhuga fræðimanna. Heilsukvíði hefur ekki enn verið rannsakaður hér á landi og því erfitt að leggja áreiðanlegt mat á stöðuna. Þegar litið er til framtíðar gætu hjúkrunarfræðingar gengt lykilhlutverki þegar kemur að skimun og meðferðum við heilsukvíða og með aukinni þekkingu væri æskilegt að þróa úrræði til að mæta þörfum þessa sjúklingahóps. Með viðeigandi meðferð má bæta líðan og virkni einstaklinga með heilsukvíða og draga úr kostnaði samfélagsins sem fylgir röskuninni.

  • Útdráttur er á ensku

    Worrying about health reflects human nature of wanting to survive and thrive. Health worry resulting in debilitating fear, obsession and functional impairment can be an indication of a condition generally referred to as hypochondriasis or health anxiety. The objective of this literature review was to examine the patient group, prevalence, risk factors, diagnostic criteria and instruments for the screening of health anxiety. Effectiveness of treatment was explored with an emphasis on future opportunities in nursing in addition to shedding light on the situation in Iceland. The prevalence of health anxiety is comparable to generalized anxietey disorder, panic disorder and post-traumatic stress disorder. The disorder is evenly distributed between genders and age groups but up to four times more common in patients with confirmed medical illness. The Internet allows access to a wide variety of health information that can increase distress in patients with health anxiety. Experts disagree on the definition of the disorder and classification systems for mental disorders do not have a consensus on diagnostic criteria. This has affected research progress, deterring new information and developement of care. Fortunately, more research has been conducted in the last years and the disorder seems to evoke interest and curiosity. As of now, no research has been done in Iceland, making it difficult to asess the situation. In the future, nurses could play an important role in screening and giving treatment to patients with health anxiety. With increased understanding, treatment can be developed to meet the needs of this particular group and with appropriate treatment, well-being and functionality is improved and societal cost reduced.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilsukvíði.pdf728.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna