is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24742

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar og þáttabygging DAS-A og DAS-B listanna í íslenskri þýðingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spurningalistinn um ógagnleg viðhorf (Dysfunctional Attitudes Scale; DAS) var hannaður af Weissman og Beck árið 1978 í þeim tilgangi að meta ógagnleg viðhorf sem eru algeng í þunglyndi. Ógagnleg viðhorf eru hluti af hugrænni kenningu Becks en hann telur viðhorf af slíku tagi orsaka þær breytingar sem fram koma í hugsun og hegðun í þunglyndi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða próffræðilega eiginleika bæði A og B útgáfu DAS listans í íslenskri þýðingu og athuga hvort þær séu hliðstæðar í raun. Þátttakendur voru alls 483 nemar við Háskóla Íslands sem valdir voru af hentugleika og svöruðu þeir DAS listunum ásamt öðrum mælitækjum. Báðir DAS listarnir voru þáttagreindir með lýsandi þáttagreiningu. Niðurstöður leiddu í ljós að áreiðanleiki listanna beggja var góður og fylgni milli þeirra há. Draga má aðgreiningarréttmæti listanna í efa, þar sem fylgni þeirra við önnur mælitæki sem mæla þunglyndi annars vegar og kvíða hins vegar var svipuð sumum tilfellum. Lýsandi þáttagreining sýndi að DAS-A listinn samanstóð af tveimur þáttum, mat á frammistöðu og þörf fyrir samþykki, og DAS-B af þremur þáttum, mat á frammistöðu, sjálfsstjórn og þörf fyrir samþykki. Frekari rannsókna er þörf á listunum, þá sérstaklega á DAS-B, til að hægt sé að segja betur til um hvort útgáfurnar teljist hliðstæðar í raun.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskilskemman_AH_JMJ.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Jóhanna_Auður.pdf333.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF