is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24748

Titill: 
  • Hreyfing á meðgöngu: Ávinningur af hreyfingu á meðgöngu
Útdráttur: 
  • Rannsóknir síðustu áratuga hafa sýnt fram á að hreyfing á meðgöngu er jákvæð fyrir vellíðan móður og barns og getur dregið úr líkum á ýmsum meðgöngutengdum sjúkdómum og kvillum og aukið líkur á góðri útkomu meðgöngu. Rannsóknir varðandi hreyfingu á meðgöngu hafa jafnframt sýnt fram á að að hún geti bætt andlega líðan, sjálfsöryggi og svefn sem og aukið lífsgæði. Að auki getur hún dregið úr líkum á því að þróa með sér langvinna sjúkdóma eftir fæðingu eins og skert sykurþol, sykursýki tegund II og háþrýsting.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að kanna hver ávinningur hreyfingar á meðgöngu er fyrir heilsu verðandi móður. Sjónum var beint að almennum ráðleggingum um hreyfingu á meðgöngu, þeim ávinningi sem hreyfing á meðgöngu getur haft á; meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun og andlega líðan móður og því hvernig fræðslu í meðgönguvernd skal háttað.
    Niðurstöður samantektarinnar sýna að til eru ráðleggingar um hreyfingu á meðgöngu sem byggðar eru á gangreyndri þekkingu og að hreyfing sé ákaflega mikilvæg og geti minnkað líkur á þróun á meðgöngusykursýki og bætt andlega líðan. Ekki er hægt að fullyrða að hreyfing geti minnkað líkur á meðgöngueitrun þar sem niðurstöðum rannsókna ber ekki saman. Einnig sýna niðurstöður að heilbirgðisstarfsfólk skipi stóran þátt í eflingu og hvatningu barnshafandi kvenna til hreyfingar á meðgöngu.
    Áhugavert væri að gera rannsóknir á hreyfingu á meðgöngu hjá íslenskum konum. Rannsaka mætti hve stórt hlutfall barnshafandi kvenna á Íslandi stundar hreyfingu og hve stórt hlutfall hætti að hreyfa sig þegar þær yrðu barnshafandi. Einnig væri mögulegt að gera rannsóknir til að kanna áhrif hreyfingar á sjúkdóma eins og meðgöngueitrun og meðgöngusykursýki á Íslandi.
    Lykilhugtök: hreyfing á meðgöngu, meðgöngutengdir sjúkdómar, meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, andleg líðan og fræðsla.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
snidmat_kandidatsprof_i_ljosmodurfraedi_sept_2014-2.pdf372.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna