is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24752

Titill: 
  • Ljósmæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa: Ávinningur fyrir barnshafandi konur og heilbrigðiskerfið
  • Titill er á ensku Freestanding midwife-led units: Benefits for pregnant women and the health care system
Útdráttur: 
  • Í byrjun 20. aldar fóru fæðingar að flytjast inn á sjúkrahús með tilheyrandi sjúkdómsvæðingu og auknum inngripum í fæðingarferlið. Hefur tíðni ýmissa inngripa haldið áfram að hækka á undanförnum áratugum. Ein leið sem farin hefur verið til þess að sporna við þessari þróun er opnun ljósmæðra¬stýrðra eininga utan sjúkrahúsa, þar sem hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar er ráðandi. Ráðlagt er samkvæmt klínískum leiðbeiningum NICE í Bretlandi að hraustar konur í lítilli hættu á vandamálum í fæðingu, fæði á slíkum einingum.
    Notast var við fræðilega samantekt til þess að leita svara við því hvað þjónusta ljósmæðrastýrðra eininga utan sjúkrahúsa felur í sér, hvaða ávinning þær hafa fyrir barnshafandi konur og heilbrigðis¬kerfið, hver staða barneignarþjónustu á Íslandi er og hvort grundvöllur sé fyrir opnun slíkra eininga hér á landi. Heimildaleit fór fram á viðurkenndum gagnasöfnum, auk þess sem tölulegar upplýsingar voru fengnar af vefsíðum stofnana.
    Á ljósmæðrastýrðum einingum utan sjúkrahúsa er veitt samfelld ljósmæðraþjónusta í gegnum allt barneignarferlið frá ljósmóður sem konan og fjölskylda hennar þekkir og treystir. Hugmyndafræði ljós¬móður¬fræðinnar er ríkjandi, sem felur meðal annars í sér að barneignarferlið sé lífeðlislegt ferli en ekki sjúkdómur. Rannsóknir hafa sýnt fram á betri fæðingarreynslu kvenna sem fæða á slíkum einingum, jafngóða útkomu fæðingar fyrir barn en minni líkur á inngripum í fæðingu, samanborið við konur sem fæða á fæðingardeildum hátæknisjúkrahúsa. Sýnt hefur verið fram á lægri meðalkostnað fæðinga hraustra kvenna á umræddum einingum samanborið við á hátæknisjúkrahúsum auk fjárhagslegs ávinnings af því að fjölga eðlilegum fæðingum og koma í veg fyrir heilsuleysi móður. Á Íslandi er framboð slíkra eininga verulega takmarkað og samfelld ljósmæðraþjónusta sjaldséð. Jafnframt er aðgengi og val kvenna á barneignar¬þjónustu takmarkað og háð búsetu.
    Með hliðsjón að þessu má halda því fram að sterkur grundvöllur sé fyrir opnun ljósmæðrastýrðra eininga utan sjúkrahúsa hér á landi. Ásamt því að val kvenna og aðgengi að barneignarþjónustu ykist gæti framboð þeirra aukið tíðni jákvæðrar fæðingarreynslu og eðlilegra fæðinga með tilheyrandi ávinningi fyrir konur, fjölskyldur þeirra og heilbrigðiskerfið.
    Lykilorð: fæðingarheimili, ljósmæðrastýrð þjónusta, samfelld ljósmæðraþjónusta, hagkvæmni.

  • Útdráttur er á ensku

    At the start of the 20th century childbirth began to move into hospitals, accompanied by the medicalization of birth as well as increased medical intervention. In recent decades the rate of various interventions had continued to increase. In an effort to counteract this development, freestanding midwife led units have opened, where the midwifery philosophy is dominant. It is recommended by the United Kingdom’s NICE clinical guidelines that all healthy, low-risk women should be advised to give birth at such units.
    Literature review was used to investigate what type of service freestanding midwife led units provide, the benefits of those for pregnant women as well as the health care system, the current state of childbirth services in Iceland and whether there is an argument for opening such freestanding midwife led units in the country.
    At freestanding midwife led units a continuity of midwifery care is provided by a midwife that the woman and her family know and trust. Midwifery philosophy is dominant, including the notion that childbirth is physiological process and not a disease. Studies show that women who gave birth at freestanding midwife led units had a better birth experience compared to hospital labor wards, interventions in the birth process decreased and the baby’s outcome was equal. According to research, the average cost of birth for healthy women is also lower at freestanding midwife led units compared to hospital labor wards. Lastly, there are proven economic benefits associated with an increased number of normal births as well as the decrease in women’s morbidity rate. In Iceland the availability of such units is limited and continuity of midwifery care is rare. In addition, women have access to a limited range of childbirth services and their choice is often further limited based on their residence. In the light of this, it can be argued that there is a strong basis for opening freestanding midwife led units in Iceland. Increased availability of such units could give women wider access to, and choice of, childbirth services, a more positive birth experience and an increase in normal births, resulting in benefits for women, their families and the health care system.
    Keywords: Birthing center, midwife led care, caseload midwifery, cost effectiveness.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ljósmæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa.pdf699.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Hafdís Guðnadóttir.pdf216.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF