is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24754

Titill: 
  • Geðraskanir foreldra og áhrif á tengslamyndun barna
  • Titill er á ensku The impact of parental mental illness on children attachment
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tíðni geðraskana fer vaxandi um allan heim og sífellt fleiri foreldrar glíma við geðsjúkdóma. Geðsjúkdómar geta haft áhrif á tengslamyndun barna og foreldra með geðraskanir og því er mikilvægt að stuðla að jákvæðri tengslamyndun fyrstu árin í lífi barna. Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að kanna hvernig geðraskanir foreldra geta haft áhrif á tengslamyndun barna þeirra og hvaða meðferðarúrræði standa til boða. Sérstök áhersla verður lögð á þunglyndis- og kvíðaraskanir.
    Niðurstöður rannsókna sýna að breytingar á hegðun foreldra vegna geðraskana geta skert færni þeirra til að sinna uppeldi. Skert færni getur hugsanlega leitt til vandamála í hegðun og samskiptum við barnið sem getur síðan orsakað neikvæða tengslamyndun. Börn geta þróað með sér breytingar á hegðun og ýmis einkenni geta komið fram í frumbernsku sem áhrif hafa á tengslamyndun og sjálfsmynd þeirra síðar á lífsleiðinni. Börn foreldra með geðraskanir eru í aukinni hættu á að þróa með sér geðsjúkdóma síðar á ævinni og því er nauðsynlegt að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til að stuðla að eðlilegum þroska og tryggja sem best velferð þeirra.
    Ýmis úrræði og stuðningur eru í boði fyrir foreldra sem glíma við geðræn veikindi á fyrsta aldursskeiði barnsins. Auk þess eru önnur úrræði sem koma til greina þegar börn eru orðin eldri en þau fela bæði í sér einstaklingsmeðferð og fjölskyldumeðferð. Mikilvægt er að beita íhlutun snemma og aðstoða veikum foreldrum og börnum þeirra þegar heilsa barna og félagsleg færni þeirra er í hættu vegna röskunar á geðheilbrigði foreldra.
    Við heimildaleit voru notuð gagnasöfnin PubMed, Google Scholar og ProQuest. Höfundar nýttu sér greinar sem gefnar voru út á árunum 2006-2016 til að koma nýjustu þekkingu á framfæri við lesendur.
    Lykilorð: Tengslamyndun, geðröskun foreldra, börn og unglingar, þunglyndi, kvíði, meðferðarúrræði.

  • Útdráttur er á ensku

    The frequency of mental disorders is on the rise globally and the number of parents who suffer from mental illness is growing. Mental illness can impact the attachment between mentally ill parents and their children and it is therefore important to facilitate positive attachment during the initial years of childhood. The aim of this theoretical summary is to investigate how parental mental illness can impact parent-child attachment, and treatment availability. Special emphasis will be placed on depression and anxiety disorders.
    Studies have shown that change in parents’ behaviour due to mental disorders can result in decrease in parenting skills. This can possibly lead to problems in behaviour and communication with the child which can negatively impact parent-child attachment. Changes in the child’s behaviour can occur and various symptoms emerge in early childhood which impact attachment and self-concept of the child later in life. Children, whose parents suffer from mental disorders, are at greater risk in developing mental disorders later in life and it is therefore important to use preventive measures to foster normal child development and ensure future welfare.
    Various kinds of different measures and support are available for parents who suffer from mental disorders during their children’s initial years. Other options are also available for older children including both individual and family therapies. Early intervention is important when aiding mentally ill parents and their children because the children’s health and social skills are at risk due to parental mental disorders.
    The following databases where used in locating sources: PubMed, Google Scholar and ProQuest. The authors used articles which were published between 2006-2016 in order to provide findings from the latest available research to readers.
    Keywords: Attachment, parental mental disorders, children and adolescent, depression, anxiety, treatment.

Samþykkt: 
  • 30.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengslamyndun_geðraskanir.pdf587.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna