is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24773

Titill: 
  • Fjórhjólaslys: Komur á Bráðadeild Landspítala árin 2000-2015
  • Titill er á ensku All-terrain vehicle accidents: Arrivals at Landspítali University Hospital 2000-2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Aukning hefur verið á fjóhjólaslysum samhliða aukinni nýskráningu fjórhjóla á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði slasaðra sem komu á Bráðadeild Landspítala eftir fjórhjólaslys árin 2000-2015. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á fjórhjólaslysum.
    Aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og náði til þeirra sem lentu í fjórhjólaslysi og komu á Bráðdeild Landspítala á tímabilinu 2000-2015. Unnið var með gögn úr sjúkraskrá Landspítala, og niðurstöður kynntar á formi lýsandi tölfræði. Breytur sem notaðar voru: Kyn, aldur, komutími, komuár, komumánuður, vikudagur, tími slyss, slysstaður, athöfn, orsök, ICD-10 greining, legutími, þjóðerni, ökumaður eða farþegi.
    Niðurstöður: Alls leituðu 454 einstaklingar á Bráðadeild LSH eftir fjórhjólaslys. Mikill meirihluti voru karlmenn (78%). Meðalaldur slasaðra var 32 ár og börn voru 18% slasaðra. Að meðaltali voru 30 slys á ári og áttu þau sér helst stað yfir sumarmánuðina og um helgar. Flest slysin voru tengd frítíma (76%). Algengast var að slysin áttu sér stað í dreifbýli og var fall af fjórhjóli og velta algengustu orsakir slysa. Flestir hlutu minniháttar áverka og voru áverkar á útlimi algengastir. Hlutfall þeirra sem lögðust inn á spítala í kjölfar fjórhjólaslysa var 15% og einn lést í innlögn. Hlutfall slasaðra erlendra ferðamanna jókst með árunum og voru þeir 9% allra þeirra sem lentu í fjórhjólaslysi á rannsóknartímabilinu.
    Ályktanir: Fjórhjól eru hönnuð fyrir akstur utanvegar og hætta getur stafað af því ef ökumaður fer ekki gætilega, því auðvelt getur reynst að velta hjólinu. Fræðsla um notkun fjórhjóla er mikilvæg. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægur þáttur í að greina þróun og umfang fjórhjólaslysa á Íslandi og afla þekkingar á orsökum og afleiðingum fjórhjólaslysa.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: There has been increase in all terrain vehicle (ATV) related accidents, concurrent with an increase in the registration of ATV‘s in Iceland. The purpose of this study is to examine the epidemiology of those who sought the Landspítali University Hospital (LSH) after ATV accidents in the period 20002015.
    Method: The study was a retrospective and included those who had been in ATV related accidents and sought help at the emergency department at LSH in the period of 2000-2015. Data was obtained from the medical records of LSH, and results shown by descriptive statistics. Variables used: Sex, age, time, year- and month of admittance, weekday, time of accident, site of accident, act, cause, ICD-10 analysis, length of stay, foreign traveler and driver or a passenger.
    Results: A total of 454 individuals in the period sought medical help at the LSH after an ATV related accident. A great majority were male (78%). The average age of those injured was 32 years, and children were 18% injured. On average there were 30 accidents per year, and they mostly occurred during the summer and weekends. The accidents were connected to leisure time (76%). The accidents were most common in rural areas and the most common accidents were falling off the ATV and rollovers. Most sustained minor injuries and extremities were the most commonly injured. The ratio of those admitted due to trauma following an ATV related accident was 15% and one died in admission. The ratio of foreign travelers injured increased year by year and they count for 9% of accidents.
    Conclusions: ATV‘s are designed for off-road driving and can be dangerous if the driver is not careful, as it is easy to roll the vehicle over. Further education in the use of ATV‘s is important. The results of the study are an important factor in the studying of the evolution and scope of ATV related accidents in Iceland, and to gain knowledge on the cause and consequences of the accidents.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24773


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Fjórhjólaslys.pdf960.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna