is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24779

Titill: 
  • Afleiðingar ofbeldis fyrir velferð unglinga: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku The effect of violence on adolescents well-being: Literature review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofbeldi er vandamál um allan heim og birtist það í ýmsum myndum. Allir aldurshópar eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi en þar sem unglingsárin eru eitt viðkvæmasta aldursskeiðið getur ofbeldi haft djúpstæð áhrif á þolandann sé hann á unglingsaldri, og jafnvel fylgt honum alla tíð. Ofbeldi er gjarnan flokkað niður í líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi en við þetta má bæta nýrri tegund, sem er ofbeldi á netinu og hefndarklám. Þegar ofbeldi fer fram á netinu eru gjarnan myndir eða niðrandi ummæli birt á samfélagsmiðlum með það að markmiði að niðurlægja og særa ákveðinn einstakling.
    Forvarnir eru mikilvægar í baráttunni gegn ofbeldi, og þar með einelti, og hafa grunnskólar landsins svokallaða eineltisáætlun sem er aðgerðaáætlun sem gripið er til þegar upp koma eineltismál. Þrátt fyrir mikla þekkingu og öfluga fræðslu hefur þó ekki tekist að útrýma einelti og virðist það því miður eiga sér stað í langflestum skólum landsins. Hjúkrunarfræðingar sinna gjarnan þolendum ofbeldis og þurfa þeir því að afla sér góðrar þekkingar um ofbeldi, afleiðingar þess og hjúkrun þolenda. Hjúkrunin þarf að vera fagleg og með það að leiðarljósi að bæta líðan skjólstæðingsins og draga úr neikvæðum afleiðingum ofbeldisins. Einnig þurfa hjúkrunarfræðingar að þekkja þau úrræði sem í boði eru fyrir flóknari mál og þekkja lög og reglugerðir þeim tengdum.
    Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að fjalla um unglinga sem verða fyrir ofbeldi með áherslu á hlutverk hjúkrunarfræðinga og hvað þeir geta gert til að aðstoða þolendur ofbeldis. Niðurstöður samantektarinnar sýna fram á þær miklu afleiðingar sem ofbeldi getur haft fyrir unglinga og mikilvægi þess að þeir fái viðeigandi hjálp til að vinna úr tilfinningum sínum. Unglingsárin eru eitt helsta mótunarskeiðið í lífi einstaklingsins og því getur ofbeldi á þessum árum haft varanleg áhrif á velferð og líðan hans. Að vera beittur ofbeldi í æsku eykur þar að auki líkurnar á að einstaklingurinn beiti sjálfur ofbeldi síðar meir.
    Út frá þessum niðurstöðum má álykta sem svo að gera þurfi enn frekari ráðstafanir til þess að sporna gegn ofbeldi, svo sem með aukinni fræðslu og betri úrræðum fyrir bæði gerendur og þolendur og jafnvel aðstandendur þolenda.

  • Útdráttur er á ensku

    Violence is a worldwide problem and it appears in various forms. All age groups are at risk of violence, but as adolescence is a critical age, violence can have a profound impact on the victim if he is a teenager, and even followed him forever. Violence is often classified into physical, mental and sexual violence, but there may be a new type, which is abuse online and revenge porn. When violence takes place online photos or defamatory comments tend to be published on social media with the aim of humiliating and hurting a particular person.
    Prevention is important in the fight against violence, as well as in the fight against bullying. Elementary schools in Iceland have in place a action plan against bullying which comes in effect when bullying incidents occur. Despite extensive knowledge and high level of education, bullying has not been eliminated and it seems to occur in most schools in the country. Nurses often care for victims of violence and they need to develop deep knowledge of violence, its consequences and care of victims. The nursing care needs to be professional and with the aim of improving the well-being of patients and reduce the negative consequences of violence. Also, nurses need to know wich resources are available for more complex issues and know the laws and regulations related to them.
    The aim of this study was to consider the teenagers who are exposed to violence with emphasis on the role of nurses and what they can do to assist victims of violence. Results of the study demonstrate the dramatic consequences that violence can have for teenagers and the importance that they receive appropriate help to process their emotions. Adolescence is a key developing phase for individuals and therefore violence during those years can have a lasting impact on their welfare and well-being. In addition, to be subjected to violence in childhood increases the chances of the individual applying self inflicting violence later on.
    From these results one can conclude that there is a need to put in place additional measures to prevent violence, such as increased education and better resources for both perpetrators and victims and even relatives of the victims.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afleiðingar ofbeldis fyrir velferð unglinga.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna