is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24788

Titill: 
  • Tíðni svefnvanda hjá börnum á leikskólaaldri með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lengi hefur verið vitað að einhver tenging virðist vera á milli svefnraskana og ADHD hjá börnum. ADHD röskunin einkennist af vangetu til að stjórna virkni, hamla hegðun og skort á einbeitingu. Röskunin hefur víðtæk áhrif á börn í leik og starfi og er mikilvægt að greina þetta sem fyrst því snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin. Erfitt getur verið að greina mjög ung börn og er því vöntun á rannsóknum á börnum á leikskólaaldri. Börn eru yfirleitt greind þegar þau eru komin á grunnskólaaldurinn. Helsta ástæðan fyrir þessu er að ekki eru gerðar miklar kröfur á verkefni barna á leikskólaaldri. Talið er að í kringum 40 - 70% barna með ADHD eigi við svefnvandamál að stríða. Svefnvandi hjá mjög ungum börnum og svefnskortur hefur mikil áhrif á vitsmunaþroska barnsins og almenna heilsu þess. Eitt sinn taldist svefnvandi vera eitt af einkennum ADHD. Börn geta vissulega verið með svefnvandamál en ekki endilega greind með ADHD og öfugt. Það eru um 20 - 30% barna á heimsvísu sem upplifa einhvers konar svefnvanda í barnæsku án þess þó hafa greinst með einhverja röskun seinna meir. Upp hafa komið vangaveltur um að örvandi lyf sem gefin eru við ADHD séu hluti ástæðunnar fyrir svefnvandamála barnanna en rannsóknir haf sýnt að börn með röskunina eru með mun meiri svefnvanda án lyfja samanborið við jafnaldra sína sem ekki hafa röskunina. Hinir ýmsu sérfræðingar hafa reynt að finna út hvort einhver undanfari, þar á meðal svefnvandi hjá börnum í frumbernsku, geti hjálpað til við að spá fyrir um hvort barn greinist með ADHD seinna á lífsleiðinni. Ekki er hægt að benda á beint orsakasamband á milli svefnvandamála og ADHD en vissulega virðist töluverður samsláttur vera á milli þessara tveggja þátta.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórdís Helgadóttir.pdf417.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna