is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24790

Titill: 
  • Ljósmæðraþjónusta á landsbyggðinni. Mikilvægi þjónustunnar og upplifun ljósmæðra af því að starfa þar
  • Titill er á ensku Midwifery Services at the Countryside. Importance and Midwives’ Experences
Útdráttur: 
  • Breytingar hafa orðið á barneignarþjónustu víðsvegar um heiminn og er Ísland ekki því undanskilið. Lokanir fæðingadeilda á landsbyggðinni hafa leitt til ákveðinnar miðstýringar og nú í dag eru flestar fæðingar hérlendis á tveimur stærstum sjúkrahúsum landsins eða um 76% á Landspítalanum í Reykjavík og 9,5% á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessi þróun hefur leitt til skerðingar á þjónustu við þær konur sem kjósa að búa á landsbyggðinni og mikilvægt er að skoða hvernig ljósmæðraþjónustu á landsbyggðinni er háttað, ræða mikilvægi hennar og hvernig hægt er að varðveita hana og efla.
    Gerð var fræðileg úttekt þar sem skoðað var starf ljósmæðra á landsbyggðinni með áherslu á hvert væri mikilvægi ljósmæðraþjónustu og upplifun ljósmæðra af því að starfa þar. Einnig var farið í vettvangsferð á Sauðárkrók og tekið viðtal til að kynnast starfi og aðstæðum starfandi ljósmóður þar. Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós að það eykur öryggi bæði móður og barns að starfandi sé ljósmóðir í heimabyggð og að útkoma og upplifun kvenna af bæði meðgöngu og fæðingu er jákvæðari. Ef kona fær ekki ljósmæðraþjónustu í sinni heimabyggð getur það reynst henni og fjölskyldu töluvert álag og einnig kostnaðarsamt að þurfa að leita annað. Ljósmæður þurfa víðtæka þekkingu og færni til að geta starfað á landsbyggðinni, þær þurfa að vera sveigjanlegar, sjálfstæðar og treysta á sjálfa sig. Það getur fylgt því mikið álag og ábyrgð að starfa ein í heimabyggð og taka sjálfstæðar ákvarðanir og þær hafa áhyggjur af því að tapa þekkingu sinni og færni meðal annars vegna fækkun fæðinga á staðnum. Rannsóknir sýna einnig að erfitt virðist vera að manna ljósmæðrastöður á landsbyggðinni.
    Styrkja þarf og varðveita barneignarþjónustu á landsbyggðinni, til dæmis með því að efla ljósmæðraþjónustu, með sólarhringsvakt ljósmæðra í heimabyggð þar sem ljósmæður starfa tvær saman. Nýta má þekkingu þeirra betur með því að víkka starfsvið á sviði kyn- og kvenheilbrigðis. Þörf er á frekari rannsóknum á þróun starfsviðs ljósmæðra, þverfaglegs samstarfs og vöntun á ljósmæðraþjónustu á landsbyggðinni og áhrif á útkomu barneignarþjónustu.
    Ljósmæðraþjónusta á landsbyggðinni er mikilvæg og hana þarf að varðveita og efla.

    Lykilhugtök: Ljósmæðrun (e. midwifery), landsbyggðin (e. rural), upplifun ljósmæðra (e. midwife
    experience).

  • Útdráttur er á ensku

    As of late, there have been changes in childbearing services all over the world, and this includes services in Iceland. Closures of maternity wards in rural areas have lead to a certain centralization, whereas nowadays most births occur inside the two largest hospitals in the country or around 76% at Landspitali - The National University Hospital of Iceland in Reykjavík and 9,5% at the hospital in Akureyri. This development has lead to deterioration of services to those women who choose to live in rural areas. Therefore it is important to consider how midwifery services are performed in rural areas, discuss its importance and what can be done to preserve it and promote.
    A literature study was made whereas the work of midwives in rural areas was examined, with emphasis on the importance of midwifery services and the midwives‘ s own experiences on working in rural areas. Furthermore, a fieldvisit and an interview with a midwife in Sauðárkrókur was conducted in order to learn about experiences and work conditions. The results showed, among other things, that having a midwife out in the country side increases security of both mother and child and that the outcome of birth and experience of both pregnancy and delivery is more positive. It can cause a woman and her family a lot of stress if she does not have a midwife in her hometown and need to get maternity services elsewhere with more cost. Midwives need extensive knowledge and skills in order to be able to work in rural areas, they need to be flexible, independent and self-reliant. Working alone in rural areas can be stressful at times and they worry that they might lose their knowledge and skills due to the reduction of births. Studies also show that it seems to be difficult to employ midwives in rural areas.
    Childbearing services in rural areas need to be strengthened and preserved by reinforcing midwifery services, for example by having a 24-hour shift in the local community with two midwives working together. Their knowledge can be utilized better by expanding the scope of midwifery practice in reproductive and women's health. There is need for further research and development of midwives´ field of work and its deficiency in the countryside on inter-disciplinary collaboration and effect on the outcome of childbearing services. Midwifery service in rural areas is important and it should be preserved and promoted.
    Keywords: Midwifery, rural, midwife experience.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni TILBÚIÐ pdf.pdf426.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
1464644243217-1635705069.jpg3.27 MBLokaðurYfirlýsingJPG