ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24792

Titill

Fyrirburar á Vökudeild Barnaspítala Hringsins 1996-2014

Skilað
Maí 2016
Útdráttur

Fyrirburafæðingar eru um 5-7% fæðinga á Íslandi. Fyrirburar eru í aukinni hættu á öndunarfærakvillum, vanþroskuðu taugakerfi, sjónukvilla o.fl. Áhættan er í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd. Rekja má stóran hluta burðarmálsdauða og langtímasjúkleika nýbura til skammrar meðgöngulengdar. Markmið rannsóknarinnar voru (1) að kanna hlutfall fyrirbura sem leggjast inn á vökudeild eftir meðgöngulengd, (2) að kanna hvort hlutfall fæðingarmáta hefur breyst á tímabilinu, (3) að kanna heilsufar mæðra og bera saman við viðmið, (4) að kanna ástand barna við fæðingu og hvort einhver breyting hefur átt sér stað á tímabilinu og (5) áhrif stera á fyrirbura.
Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra fyrirbura sem lögðust inn á Vökudeild Barnaspítala Hringsins (VBH) 1996-2014 og voru einburar, 1766 börn. Upplýsingar fengust úr Fæðingarskrá Landlæknis og nýburagagnagrunni VBH. Viðmiðunarhópur var fenginn með því að velja næstu þrjár fullburðafæðingar á eftir hverju tilfelli fyrirburafæðingar.

Samþykkt
31.5.2016


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSRitgerð Margret ... .pdf929KBLæst til  1.12.2017 Heildartexti PDF  
yfirlysingBSritgerð.pdf75,6KBLokaður Yfirlýsing PDF