is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24793

Titill: 
  • Samræmi Málhljóðaprófs ÞM og ICS kvarðans: Próffræðileg athugun á íslenskri þýðingu ICS kvarðans og þróun íslenskra viðmiða
  • Titill er á ensku Consistency between ÞM's phonological test and the Intelligibility in Context Scale (ICS): Psychometric properties and the first steps towards establishing norms of ICS in Icelandic
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar börn með frávik í framburði eiga í hlut er mikilvægt að athuga skiljanleika tals þeirra samfara því að leggja fyrir hefðbundin framburðarpróf. Þannig fæst heildstæðari mynd af framburði barnsins sem nýtist þegar taka á ákvörðun um talþjálfun. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga réttmæti íslenskrar þýðingar ICS kvarðans sem er ástralskur að uppruna og metur skiljanleika tals barna. ICS kvarðinn felur í sér huglægt mat foreldra á skiljanleika tals barna sinna og tekur tillit til þess að skiljanleikinn er mismunandi eftir því hver hlustar á barnið. Réttmæti kvarðans var athugað með því að skoða samræmi íslenskrar þýðingar hans við Málhljóðapróf Þóru Másdóttur (ÞM) sem er íslenskt framburðarpróf sem staðlað hefur verið á íslensku þýði. Rannsóknin var að mörgu leyti endurgerð á rannsókn þar sem að próffræðilegir eiginleikar enskrar útgáfu kvarðans voru athugaðir. Með rannsókninni var einnig tekið skref í átt að þróun íslenskra viðmiða fyrir kvarðann.
    Þátttakendur voru alls 112 börn (59 drengir og 53 stúlkur) á aldrinum 4-5;5 ára í tíu mismunandi leikskólum Reykjavíkur. Af þeim var 61 barn (39 drengir og 22 stúlkur) prófað á Málhljóðaprófi ÞM til þess að skoða réttmæti og aðra próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar ICS kvarðans. Skilyrði sem rannsakandi setti til þátttöku voru að börnin væru án heyrnarskerðingar, skarðs í góm eða vör og greindra þroskaskerðinga. Tvítyngd börn tóku þátt í rannsókninni ef þau áttu a.m.k. eitt íslenskt foreldri.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að há, marktæk fylgni (r = 0,70) fannst milli íslenskrar þýðingar ICS kvarðans og Málhljóðaprófs ÞM. Innri áreiðanleiki íslensku þýðingar kvarðans mældist einnig hár (α = 0,948). Út frá þessum niðurstöðum má álykta að íslensk þýðing ICS kvarðans sé áreiðanleg og að notkun hans sé réttmæt fyrir 4-5;5 ára íslensk börn við mat á heildarframburðargetu og þörf þeirra fyrir talþjálfun. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa auk þess vísbendingu um að kvarðinn geti nýst sem tæki til skimunar á framburðarerfiðleikum íslenskra barna. Samkvæmt einhliða dreifigreiningu höfðu börn með 4 eða minna á ICS kvarðanum marktækt lægra meðaltal á Málhljóðaprófi ÞM en börn með hærra en 4. Það gefur vísbendingu um að 4 eða minna á ICS kvarðanum hjá barni tákni þörf fyrir frekari athugun á framburði þess.

  • Útdráttur er á ensku

    When assessing children with articulation disorders it is important to assess the intelligibility of their connected speech in addition to using traditional phonological/articulation tests. In that way a more comprehensive picture of the child's articulation competence is achieved which can help in making a decision about the need for speech therapy. The main objective of this study was to assess the validity of the Icelandic version of the ICS, which is Australian in origin and assesses children's intelligibility in speech. The scale involves a subjective evaluation of children's intelligibility by parents and takes into account that it differs depending on the listener's familiarity with the child. The validity was assessed by examining the consistency of the scale’s Icelandic translation, with ÞM's phonological test (a standardized, Icelandic articulation test). The study was a replication of a research where the psychometric properties of the English version of the scale were assessed. With this study first steps were also taken towards establishing Icelandic norms for the ICS.
    Participants were 112 children (59 boys and 53 girls) aged 4-5;5 years in ten different preschools in Reykjavík. Of these, 61 children (39 boys and 22 girls) were tested on ÞM's phonological test to assess the validity and other psychometric properties of the Icelandic version of the ICS. Th participation criteria were that the children were without hearing impairment, cleft palate or lip and previously diagnosed developmental delays. Bilingual children participated in the study if they had at least one Icelandic parent.
    The main results are that high, significant correlation (r = .70) was found between the Icelandic version of the ICS and ÞM's phonological test. The internal reliability of the Icelandic version was also high (α = 0,948). The results suggest that the Icelandic version of the ICS is reliable and valid for 4-5;5 year old children in assessing overall phonological ability and the need for speech therapy. The scale also appears to be useful as a tool for screening speech sound disorders. According to one-way ANOVA, children with a score of 4 or lower on the ICS do significantly poorer on ÞM's phonological test, than do children with higher than 4. According to this, 4 or lower on the ICS suggests that further phonological evaluation is needed.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-Rósa Hauksdóttir.pdf901.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Rósa.pdf307.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF