is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24797

Titill: 
  • Talþjálfun í fjarþjónustu: Tilraunaverkefni Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands fyrir börn með sérþarfir
  • Titill er á ensku Speech therapy via telepractice: An experimental project for special interest groups of the National Hearing and Speech Institute of Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjarþjónusta á heilbrigðissviði hefur ekki verið áberandi í opinberri umræðu á Íslandi en síðustu ár hefur orðið breyting á. Stofnaður hefur verið starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins sem ætlað er að efla fjarheilbrigðisþjónustu hér á landi og nokkur fyrirtæki eru að prófa sig áfram með fjarþjónustu, meðal annars í talmeina-, sálfræði- og heilsugæsluþjónustu. Fjarþjónusta talmeinafræðinga hefur ekki verið rannsökuð hér á landi en erlendis hefur hún verið mikið rannsökuð og benda niðurstöður til að sú þjónusta sé árangursrík og ekki síðri en þjónusta augliti til auglitis. Einnig sýna þær rannsóknir að þjónustuþegar eru ánægðir með fjarþjónustuna og telja mikla hagræðingu fólgna í að þurfa ekki að aka langar vegalengdir eftir þjónustu talmeinafræðings.
    Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna hvort fjarþjónusta talmeinafræðinga geti bætt þjónustu við þá skjólstæðinga Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) sem búa á landsbyggðinni (A hluti) og hins vegar að kanna stöðu talmeinaþjónustu á landsbyggðinni og viðhorf sveitarfélaga til fjarþjónustu (B hluti). Tvö börn sem tilheyra sérfræðihópi HTÍ fengu talþjálfun í gegnum fjarfundarbúnað tvisvar sinnum í viku í átta vikur. Að þjálfun lokinni voru tekin viðtöl við foreldra og starfsfólk í skólum barnanna til að fá upplýsingar um upplifun þeirra. Einnig var send spurningakönnun til allra sveitarfélaga á landsbyggðinni til að kanna viðhorf þeirra til fjarþjónustu talmeinafræðinga og stöðu talmeinaþjónustu þar. Helstu niðurstöður A hluta voru að á heildina litið voru viðmælendur ánægðir með fjarþjónustuna og vildu gjarnan halda henni áfram ef kostur væri. Niðurstöður B hluta sýndu að 93,5% sveitarfélaga nýta sér að einhverju leyti þjónustu talmeinafræðings. Einungis þriðjungur fær þjónustu daglega en tæplega 50% þeirra eingöngu 1-2 í mánuði eða sjaldnar. Rúmum helmingi sveitarfélaga fannst líklegt að boðið yrði uppá fjarþjónustu talmeinafræðings ef sá kostur byðist. Svarendur spurningakönnunar og viðmælendur nefndu sem helstu kosti að fjarþjónusta fæli í sér betri nýtingu á tíma skjólstæðings og talmeinafræðings, lækkun á kostnaði foreldra, aukna samvinnu talmeinafræðings og skóla og aukinn stöðugleika í þjónustunni. Helstu gallar sem nefndir voru tengdust skorti á persónulegri nærveru skjólstæðings og talmeinafræðings ásamt áhyggjum af tölvubúnaði og internettengingu.
    Þessar niðurstöður eru í takt við niðurstöður erlendra rannsókna. Þær benda eindregið til þess að fjarþjónusta talmeinafræðinga sé fýsilegur kostur fyrir skjólstæðinga HTÍ sem búa á landsbyggðinni og geti bætt þjónustu við þá. Næstu skref eru að gera frekari rannsóknir á fjarþjónustu á Íslandi ásamt því að efla opinbera umræðu um gildi fjarþjónustu talmeinafræðinga og auka aðgengi að upplýsingum um hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að bjóða upp á slíka þjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    Health care services via telepractice have not been prominent in general discussion in Iceland until recent years. The Ministry of Health in Iceland has launched a work group which has the sole purpose to enhance telehealth services in Iceland. Several companies use telepractice, including speech and language therapy/pathology (SLT/P), psychological and health care services. No research on telepractice in SLT/P is available in Iceland, however, it has been widely researched in other countries. Conclusions from those studies are positive and suggest that telepractice in SLT/P is as effective as service provided face to face. Studies also suggest that service users are greatly satisfied with telepractice services and that they consider it a great advantage that they do not have to drive long distances for SLT/P service.
    The aim of this study was to examine whether telepractice in SLT/P can improve service for clients of the National Hearing and Speech Institute of Iceland (NHSII) who live outside of the capital area (part A). Another aim was to explore the status of SLT/P services in local communities outside the capital area and to ask their opinion towards telepractice (part B). Two children, who are clients of NSHII, received speech therapy via telepractice twice a week for eight weeks. After the therapy concluded, parents and staff in the children’s schools were interviewed to establish their experience of the service. A questionnaire was also sent to all local community councils to establish speech pathology service status and perceptions of telepractice. Results indicate that interviewees (part A) were satisfied with the telepractice service and wish to continue to receive SLT/P services via telepractice if possible. Results of the questionnaire (part B) showed that 93.5% of local communities offer speech pathology services to some extent. Only one third offer regular SLT/P and little less than 50% only offer service 1-2 a month or less. Over half of the respondents were positive towards offering telepractice services in their communities, if at all possible. Main benefits of telepractice, according to questionnaire respondents and interviewees, are better usage of client and therapist time, lower cost for parents, more cooperation between school and speech therapist and increased service stability. Main disadvantages mentioned were lack of personal contact between client and speech therapist along with concern about computer equipment and internet connectivity.
    These results are congruent with foreign research previously mentioned. They suggest that speech therapy via telepractice is a viable option for NSHII clients and can improve service for them. Next steps should involve more research on telepractice in Iceland as well as raising an awareness of the value of telepractice services and increase access to information regarding the establishment of such services.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Droplaug_Heida_Sigurjonsdottir_heildartexti.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_DroplaugHeiða.pdf317.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF