is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24798

Titill: 
  • Mataræði og börn með ADHD - Forrannsókn. Meðferðarheldni og áhrif fjölbreyttsfæðis
  • Titill er á ensku Diet and children with Attention deficit hyperactivity disorder - pilot study. Compliance and influence of a healthy diet
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er algengasta hegðunarröskun sem greind er í börnum og unglingum, en algengi þess er um 3,8% á Íslandi. Helstu meðferðarúrræði eru fræðsla foreldra, atferlismótun, sérúrræði í skóla og lyf. Heilsusamlegt mataræði er mikilvægur þáttur í vexti, þroska og vellíðan allra barna og eru ráðleggingar um næringarríkt mataræði byggðar á nýjustu rannsóknum á sviði næringar. Rannsóknir hafa bent til þess að næringarríkt mataræði gæti haft jákvæð áhrif á einkenni ADHD hjá börnum.
    Markmið: Að skoða mataræði í hópi íslenskra barna með ADHD og áhrif heilsusamlegs mataræðis á einkenni ADHD hjá börnum í samanburði við viðmiðunarhóp með sérstakri áherslu á meðferðarheldni.
    Aðferðir: Börnin höfðu öll verið greind með ADHD á Barna- og unglingageðdeild Landspítala eða á Þroska- og hegðunarstöð heilsugæslunnar. Í heildina var 26 börnum slembiraðað í þrjá hópa; fjölbreytt fæði (n=9), fábreytt fæði (n=10) og viðmiðunarhóp (n=7). Tvö barnanna úr viðmiðunarhópi prófuðu einnig fábreytt fæði. Rannsóknartímabilið var fimm vikur. Mataræði þátttakenda var metið með þriggja daga matardagbókum og fæðutíðnispurningalistum, að auki fylltu þátttakendur í íhlutandi rannsóknum út meðferðarheldnilista. Þessi ritgerð fjallar eingöngu um áhrif fjölbreytts fæðis.
    Niðurstöður: Neysla á fiski, ávöxtum, grænmeti og mjólk voru undir því magni sem ráðlagt er. Einungis 13% þátttakenda tóku lýsi daglega, en yfir helmingur (54%) tók lýsi aldrei eða sjaldnar en einu sinni í viku. Meðalinntaka vítamína og steinefna var í samræmi við ráðleggingar fyrir flest vítamín og steinefni. Inntaka D-vítamíns, kalks og joðs var lægri en ráðlagt er. Meðferðarheldni var góð og meðalskor hópsins var 84%. Heildarstig foreldra á ADHD matslista (ARS) lækkuðu úr 33,5 (SD 9,0) í 26,9 (SD 11,4) (p=0,022) að meðaltali á rannsóknartímabilinu og stig foreldra fyrir athyglisbrest lækkuðu úr 19,6 (SD 5,0) í 14,4 (SD 4,7) (p=0,035). Marktækur munur var á internalizing problems samkvæmt Achenbach’s Child Behaviour Checklist (CBCL) sem lækkaði úr 76,2 stigum (SD 13,7) í 67,0 stig (SD 13,7) (p=0,043), og total problems, sem lækkaði úr 76,0 stigum (SD 5,2) í 67,5 stig (SD 4,4) (p=0,028) á sama tímabili samkvæmt mati foreldra. Kennarar sáu ekki marktækan mun á einkennum barna eftir fimm vikur á fjölbreyttu fæði samkvæmt ARS og Achenbach‘s teacher rating form (TRF).
    Samantekt: Mataræði þessa hóps var svipað og mataræði íslenska barna þar sem minnihluti nær að fylgja ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði auk þess sem neysla á D-vítamíni, kalki og joði var undir ráðleggingum. Flestir foreldrar sáu verulegar breytingar á einkennum ADHD en kennarar ekki. Meðferðarheldni var góð og reiknaðist sem 84%. Það er ljóst að leita þarf leiða til að bæta mataræði barna með ADHD og ætti næringarástandsmat að vera hluti af greiningarferli. Þá væri hægt að veita næringarmeðferð þegar þörf er á samhliða annarri meðferð. Þörf er á stærri ransókn til þess að staðfesta niðurstöður þessarar forrannsóknar hvað varðar áhrif á einkenni ADHD.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Attention deficit hyperactivity disorder (ADHD) is the most commonly diagnosed behavioural disorder in children and adolescents, with a prevalence of 3.8% in Iceland. The main treatment resources are education for parents, behaviour modification methods, special assistance in school and medications. Diet is an important factor in the growth, development and well being of all children but dietary recommendations are based on the latest research in the field of nutrition. Studies indicate that a healthy diet fulfilling all nutrient needs could have a positive effect on ADHD symptoms in children.
    Objective: To examine the diet of a group of Icelandic children with ADHD and the effect of a healthy diet on ADHD symptoms in children compared with controls with emphasis on compliance to the diet.
    Methods: The children had all been diagnosed with ADHD at Child and Adolescents Psychiatric Department or at Developmental and Behavioral Department. 26 children were randomized into three groups: healthy diet (n=9), few foods diet (n=10) and control group (n=7). Two of the children from control group crossed over to few foods diet. Intervention period was five weeks. The participants’ diet was assessed by three-day food diaries and food frequency checklists, additionally, participants in the intervention groups filled out compliance forms. This thesis only covers the impact of healthy diet.
    Results: Consumption of fish, fruit, vegetables and milk was lower than recommended. Only 13% of participants consumed fish oil daily, while more than half (54%) never consumed fish oil or less than once a week. The median intake of vitamins and minerals was in accordance with recommend¬ations for most vitamins and minerals. Intake for vitamin D, calcium and iodine was lower than recommended. Compliance was good with an average of 84%. Parents’ total score according to ADHD rating scale (ARS) decreased from 33.5 (SD 9.0) to 26.9 (SD 11.4) (p=0.022) during the intervention period and parents’ inattention score decreased from 19.6 (SD 5.0) to 14.4 (SD 4.7) (p=0.035). A significant difference was seen for internalizing problems score according to Achenbach’s Child Behaviour Checklist (CBCL), which decreased from 76.2 points (SD 13.7) to 67.0 points (SD 13.7) (p=0.043), and for total problems score, which decreased from 76.0 points (SD 5.2 ) to 67.5 points (SD 4.4) (p=0.028) during the same time. According to ARS and Achenbach’s teacher rating form (TRF) teachers saw no significant difference in ADHD symptoms after 5 weeks on a healthy diet.
    Conclusion: The participants’ diet was in line with Icelandic children’s diet as minority reaches to follow recommendations for a healthy diet as well as intake for vitamin D, calcium and iodine was lower than recommended. Most parents saw significant changes in ADHD symptoms, however, teachers did not. Compliance was good, calculated as 84%. It is clear that diet of children with ADHD needs to be improved and nutritional status should be considered during the process of diagnosis. Then a nutritional therapy can be provided along with other therapy if needed. Further studies are needed to confirm the results of this pilot study regarding impact on ADHD symptoms.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Appendix 1.pdf643.42 kBLokaður til...25.05.2025ViðaukiPDF
Appendix 2.pdf168.55 kBLokaður til...25.05.2025ViðaukiPDF
Appendix 3.pdf348.99 kBLokaður til...25.05.2025ViðaukiPDF
Appendix 4.pdf347.53 kBLokaður til...25.05.2025ViðaukiPDF
Appendix 5.pdf313.37 kBLokaður til...25.05.2025ViðaukiPDF
Appendix 6.pdf401.58 kBLokaður til...25.05.2025ViðaukiPDF
Appendix 7.pdf301.62 kBLokaður til...25.05.2025ViðaukiPDF
Diet and children with Attention deficit hyperactivity disorder – a pilot study.pdf946.31 kBLokaður til...25.05.2025HeildartextiPDF