is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24801

Titill: 
  • Tengsl hefðbundinna ofbeldisbrota skv. 217. og 218. gr. hgl. og kynferðisbrota skv. 1. mgr. 194. gr. hgl.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að kanna tengsl hefðbundinna ofbeldisbrota og kynferðisbrota. Til skoðunar eru dómar Hæstaréttar, allt frá gildistöku laga nr. 61/2007, um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, til og með september 2015 í þeim málum sem sakfellt var fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. annars vegar og hins vegar í þeim málum þar sem sakfellt var fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. auk 217. gr. hgl. og/eða 218. gr. hgl. Leitað er svara við þeirri spurningu hversu mikið ofbeldi, annað en kynferðisofbeldið sjálft, verður talist rúmast innan 1. mgr. 194. gr. hgl. Einnig er til skoðunar hvernig það markmið laga nr. 61/2007, að draga úr áherslu á ofbeldi og hótunum sem verknaðaraðferð í nauðgunarbrotum og þess í stað einblína á að brotið hafi verið gegn sjálfsákvörðunarrétti og kynfrelsi einstaklings, birtist í dómaframkvæmd.
    Í ritgerðinni er að finna almenna umfjöllun um ákvæði ofbeldis- og kynferðisbrotakafla hegningarlaga, túlkun slíkra ákvæða, auk ofangreindrar rannsóknar á dómum Hæstaréttar.
    Helstu niðurstöður eru þær að það ofbeldi sem talið verður rúmast innan 1. mgr. 194. gr. er í ágætu samræmi við það sem almennt er talið að rúmist innan 217. gr. hgl. Þó má í nokkrum tilvikum sjá dæmi þess að ofbeldi, er ella yrði talist rúmast innan 218. gr. hgl., verði talist rúmast innan ákvæðisins. Áhrifa ofangreindra ummæla laga nr. 61/2007, gætir helst í niðurstöðum dóma við ákvörðun refsingar þótt ekki verði séð hvort dregið hafi verið úr áherslu á verknaðaraðferð þess í stað. Einnig þótti höfundi eftirtektarvert hversu mikið fór fyrir umfjöllun í dómaframkvæmd um það hvort brot gegn 1. mgr. 194. gr. hgl. hafi verið framið í kynferðislegum tilgangi og slíkt jafnvel látið ráða heimfærslu til refsiákvæða. Þó verður ekki séð af ákvæðinu sjálfu né lögskýringargögnum að krafa sé gerð um að slíkt brot hafi verið framið í kynferðislegum tilgangi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this paper is to examine the relation between conventional violent crimes and sexual offenses. Rulings from the Supreme Court of Iceland were examined from the time laws no 61/2007, regarding the changes to the Chapter of Sexual Offenses of the General Penal Code entered into force, to and including September 2015 in those cases that were convicted for offenses against paragraph 1 Article 194 of the General Penal Code on the one hand as well as those cases that were convicted for offenses against paragraph 1 Article 194 of the General Penal Code as well as Article 217 and/or Article 218 of the General Penal Code. Answers to the question how much violence, other than the sexual violence itself, are within bounds of paragraph 1 Article 194 of the General Penal Code, are sought. Also under review is how the aim of laws no. 61/2007, to lessen the focus on violence and threats as the modus operandi in sexual offenses and instead aim for how the offense was against the right to self-determination and sexual autonomy of the individual, is represented in case law.
    The thesis includes a general discussion of the provisions of the Chapter of Violent Crimes and Chapter of Sexual Offenses, interpretation of said provisions, as well as the aforementioned study of the Supreme Court’s rulings.
    The main results are that the violence that ought to be under paragraph 1 Article 194, is in accordance with that is generally accepted to be under Article 217 of the General Penal Code. However, in a few cases there are examples of violence that would otherwise be considered under Article 217 of the General Penal Code, has been considered to fulfil this provision. The effects of the aforementioned law no. 61/2007 can mainly be found in the judicial rulings for sentencing even though it remains to be seen whether the modus operandi has been de-emphasised instead. Also the author finds it interesting to note how much emphasis was placed in the case law whether such an offense against paragraph 1 Article 194 of the General Penal Code was committed for sexual purposes and even affecting the application of penalty clauses. However the provision itself does not seem to state, nor the preparatory works, that such an offense is required to be committed for sexual purposes.

Samþykkt: 
  • 31.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
masterskjal lokað.pdf640.67 kBLokaður til...01.12.2135PDF