is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24826

Titill: 
  • Hreyfing sem meðferð við meðgöngusykursýki: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Physical activity as a management for gestational diabetes: A literature review
Útdráttur: 
  • Tíðni meðgöngusykursýki hefur aukist á síðustu árum samhliða aukinni tíðni offitu og kyrrsetu. Sjúkdómurinn getur haft í för með sér ýmsar skaðlegar afleiðingar fyrir móður og barn. Sýnt hefur verið fram á að aukin hreyfing hafi mikinn ávinning bæði fyrir móður og barn en þrátt fyrir það er hreyfing ekki almennt ráðlögð sem meðferð við meðgöngusykursýki.
    Verkefni þetta er fræðileg samantekt. Leitast var við að svara fjórum rannsóknarspurningum: Hvaða áhrif hefur hreyfing á þróun meðgöngusykursýki? Getur aukin hreyfing komið í veg fyrir eða dregið úr notkun lyfja til meðhöndlunar á meðgöngusykursýki? Hvaða áhrif hefur hreyfing á meðgöngu á útkomu fæðingar hjá konum með meðgöngusykursýki? Með hvaða móti væri best að virkja konur með meðgöngusykursýki til hreyfingar?
    Hreyfing ári fyrir þungun og á meðgöngu getur komið í veg fyrir þróun á meðgöngusykursýki óháð áhættuþáttum. Talið er að regluleg hreyfing undir leiðsögn sé bæði örugg fyrir konu og barn og hafi einnig jákvæð áhrif sem meðferð við meðgöngusykursýki. Hreyfing hefur verið talin áhrifarík leið til þess að hafa stjórn á blóðsykri sem gæti í einhverjum tilfellum komið í veg fyrir notkun insúlíns til meðhöndlunar við sjúkdómnum. Kyrrseta kvenna eykst á meðgöngu en hún er einn áhættuþátta meðgöngusykursýki. Hægt er að hafa áhrif á ýmsa áhættuþætti meðgöngusykursýki með aukinni hreyfingu sem getur um leið dregið verulega úr fylgikvillum sjúkdómsins hjá bæði móður og barni. Tækninýjungar líkt og smáforrit í snjalltækjum eru talin geta virkjað konur til aukinnar þátttöku í eigin meðgöngu. Hreyfiseðlar geta verið öflug leið til að virkja konur til hreyfingar á meðgöngu en auðvelt væri að nota slíka seðla þar sem konur með meðgöngusykursýki eru í reglulegum samskiptum á meðgöngunni við ljósmóður og annað heilbrigðisstarfsfólk.
    Lykilorð: Meðgöngusykursýki, hreyfing, blóðsykurstjórnun, fylgikvillar meðgöngu, meðganga, smáforrit.

  • Útdráttur er á ensku

    The rates of gestational diabetes mellitus (GDM) have risen alongside increasing obesity and sedentary lifestyle. GDM can lead to adverse outcomes for both mother and fetus. Although research have shown that increased physical activity during pregnancy for women with GDM can benefit both the mother and the fetus there is no evidence of physical activity being used to manage GDM.
    The aim of this literature review is to answer the following research questions: What effects does physical activity have on the development of GDM? Can increased physical activity during pregnancy prevent or reduce the use of pharmaceutical methods as a management of GDM? What effects does physical activity during pregnancy have on pregnancy outcomes in women with GDM? In what way can women with GDM best engage in physical activity?
    Women who engage in physical activity a year before pregnancy and during pregnancy can prevent the development of GDM independent of risk factors. Physical activity with guidance has been considered a safe choice for the woman and the fetus as well as it is believed to have positive effects as a management for GDM. Physical activity has been considered an effective method to maintain glucose control which can in some cases prevent the use of insulin to manage the disease. Sedentary lifestyle is increased during pregnancy which is considered as one of many risk factors for GDM. Some risk factors for GDM are modifiable and can be reduced by physical activity which can then lead to a decrease in adverse pregnancy outcome. Technical innovations like applications used in smartphones and other similar devices can and should be used to engage women in physical activity as well as to be more involved in their own pregnancy. A prescription for exercise could also be helpful considering that pregnant women have regular appointments with either a midwife or other health professionals throughout the pregnancy so the follow-up should be acceptable.
    Keywords: Gestational diabetes mellitus, physical activity, glucose control, adverse pregnancy outcome, pregnancy, applications.

Samþykkt: 
  • 1.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfing sem meðferð við meðgöngusykursýki - fræðileg samantekt.pdf409.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna