is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24844

Titill: 
  • Áhrif samskiptasíðna á sjálfsálit
Útgáfa: 
  • Júní 2016
Útdráttur: 
  • Þar sem um helmingur jarðbúa í dag nýta sér alnetið á einn eða annan hátt má segja að þessi ört vaxandi miðill sé stór partur af lífi okkar. Fólk sækir þangað í fjölbreyttum tilgangi en einn þáttur alnetsins hefur aukið vinsældir sínar talsvert á undanförnum árum, samfélagsmiðlar. Þar er að finna netsíður sem auðvelda fólki að eiga í samskiptum á einn eða annan hátt. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða áhrif slíkra samskiptasíðna á sjálfsálit einstaklings. Sjálfsálit hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fræðimanna og hefur áhugi almennings á hugtakinu einnig aukist undanfarin ár, þar sem talið er að sjálfsálit skipti sköpum í að ná almennt langt í lífinu. Þrátt fyrir gagnrýni ýmissa fræðimanna á sýn og skilning almennings á þessu hugtaki hafa rannsóknir ítrekað sýnt að sjálfsálit skiptir okkur miklu máli og gefur góða forspá um lífshamingju einstaklings. Fræðimenn hafa rannsakað áhrif samskiptasíðna í um tvo áratugi og þar sem þessar síður eru afar persónulegur vettvangur má áætla að afleiðingar notkunar þeirra séu margvíslegar og oft á tíðum djúpstæðar. Í þessari umfjöllun verður saga alnetsins og samskiptasíðna rekin stuttlega og því næst munu áhrif þessara síðna á notendur þeirra vera rædd með rökstuðningi rannsókna. Þar á eftir verður hugtakið sjálfsálit tekið fyrir þar sem komið verður inn á skilgreiningu, orsakir og afleiðingar hugtaksins. Að lokum verða áhrif samskiptasíðna á sjálfsáliti skoðuð út frá ólíkum þáttum með rökstuðningi rannsókna.

Samþykkt: 
  • 2.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif samskiptasíðna á sjálfsálit.pdf275.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna