is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2486

Titill: 
  • Hvað er góður kennari? : mismunandi viðhorf fólks um kennarastarfið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það hafa eflaust allir einhverjar skoðanir eða hugmyndir um hvað einkennir góðan kennara. Gildir þá einu hvort þær hugmyndir byggist á faglegu sjónarmiði, eða einskorðist við persónulegar skoðanir og minningar hvers og eins.
    Kennarar þurfa að taka tilliti til margra þátta þegar kemur að kennslu og huga að þeim fjölbreyttu samskiptum sem eiga sér stað innan veggja skóla. Bera þarf hag hvers nemanda fyrir brjósti og laga námið að þörfum hvers einstaklings fyrir sig. Stór hluti starfsins snýr einnig að öðrum þáttum heldur en kennslu svo sem samskiptum, foreldrasamstarfi, skipulagningu og innra starfi.
    Í þessari ritgerð mun ég fjalla um hvaða eiginleikar kennarar þurfa að bera til að geta staðið sig í starfi eða geta með réttu kallað sig ,,góðan kennara“. Skoðuð verða hvaða lög og reglur gilda um starf kennara og hvað fræðimenn á sviði uppeldismála hafa að segja um starfið. Niðurstöður þeirra verða síðan bornar saman við ummæli viðmælanda minna og þar með reynt að sjá í hvort hugmyndir þeirra samræmist þeim ytri ramma sem fræðimenn og lög og reglur setja. Viðmælendur voru á ýmsum aldri og komu öll á einn eða annan hátt að skóalastarfi það er ýmist sem skólastjórnendur, kennarar eða foreldrar. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og niðurstöðum lýst á myndrænan hátt. Teknar voru niðurstöður hvers þáttar fyrir sig, það er að segja lög og reglur, fræðimenn og viðmælendur og þannig reynt að sjá hvað eiginleika kennari þarf að búa yfir til að geta verið ,,góður kennari“.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvad er godur kennari_fixed.pdf334.33 kBOpinn"Hvað er góður kennari" - heildPDFSkoða/Opna