is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24874

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á Sheehan Disability Scale, Quality of Life Scale og The Patient Health Questionnaire
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í klínísku starfi og rannsóknum er mikilvægt að hafa aðgang að áreiðanlegum og réttmætum matskvörðum. Í þessari rannsókn var athugað hvort góðir próffræðilegir eiginleikar sjálfsmatskvarðanna Sheehan Disability Scale (SDS), sem metur virkniskerðingu, Quality of Life Scale (QOLS), sem metur lífsgæði, og Patient Health Questionnaire (PHQ-9), sem metur fjölda og alvarleika þunglyndiseinkenna, héldust í íslenskri þýðingu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 61, þar af 36 í klínísku úrtaki einstaklinga með félagsfælni sem megingreiningu og 25 í almennu úrtaki einstaklinga án geðraskana. Fyrst fóru þátttakendur í tvö greiningarviðtöl, The Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI) og Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module (BDD-DM), og síðan voru sjálfsmatskvarðarnir þrír lagðir fyrir. Áreiðanleiki og réttmæti kvarðanna var metinn með því að skoða innri áreiðanleika og samleitniréttmæti þeirra. Samleitniréttmæti SDS, QOLS og PHQ-9 var athugað miðað við félagsfælnigreiningu á MINI en samleitniréttmæti PHQ-9 var einnig athugað miðað við þunglyndisgreiningu á MINI. Áreiðanleikastuðlar kvarðanna í báðum úrtökum voru viðunandi að undanskildum fyrstu þremur atriðum SDS í klínísku úrtaki og síðustu tveimur atriðum hans í almennu úrtaki. Samleitniréttmæti kvarðanna var gott, sem kom fram í því að félagsfælnigreining á MINI tengdist hærri stigafjölda á SDS, lægri stigafjölda á QOLS og hærri stigafjölda á PHQ-9. Ásamt því spáði hærri stigafjöldi á PHQ-9 spáði fyrir um aukið hlutfall einstaklinga með þunglyndisgreiningu á MINI. Helstu niðurstöður eru þær að próffræðilegir eiginleikar kvarðanna haldist að mestu leyti í íslenskri þýðingu.

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen&Signý-lokaskil-1.júní2016.pdf557.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna