is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24902

Titill: 
  • Titill er á ensku Synthesis and Investigation of Reactivity of Alkylated Tripeptides with Metal Ions
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gróðurhúsalofttegundir eru eitt af stærstu umhverfisvandamálum samtímans. Koltvíoxíð (CO2) myndast við bruna lífrænna efna og er mjög varmafræðilega stöðugt. Endurvinnsla á CO2 er aðalega fólgin í afoxun CO2 í eins kolefnis efni (C1) sem síðan eru notuð sem upphafsefni í aðra efnaferla t.d. metanól, metan og formaldehýð. Afoxun CO2 er orkufrekt ferli sökum hárrar stöðuorku efnisins. Málmhvatar geta þó lækkað virkjunarorku afoxunarinnar og gert afoxun á CO2 mögulega við mildar aðstæður. Langtímamarkmið verkefnisins er að smíða umhverfisvæna CO2 fjölliðu sem brotnar niður í náttúrunni.
    Rannsóknirnar sem hér eru kynntar sýna samsettar efnasmíðar á nýju trípeptíði með notkun vökvafasa aðferð til peptíðefnasmíða. Trípeptíðið var notað sem tengill til efnasmíða á palladium komplex. Lagt var upp með að nota alkyleruð trípeptíð sem þrítenntan tengil sem gæti myndað komplex og myndað 5 og 6 atóma hringi við málmjónina í byggingu sinni. Alkylerað GSH var einnig notað til að athuga hvort möguleiki væri á myndun komplex með 7 atóma hring tengdann við málmjón í byggingu sinni. Lýst er alkylun glútaþíons og hvarfgirni þess við nokkrar málmjónir.

Samþykkt: 
  • 3.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms-Thesis-GRR.pdf6.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf467.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF