is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2490

Titill: 
  • Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði. Félagsstarfsemi í strjálbýli og tengsl við byggðaþróun í Breiðdalshreppi 1937-2000
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að Ungmennafélaginu Hrafnkeli Freysgoða í Breiðdal sem stofnað var árið 1937. Félagið spratt upp í sveitasamfélagi og voru aðstæður til að halda úti félagslífi erfiðar vegna strjálbýlis og lélegra samgangna. Þó var félagsstarfsemi nokkur fyrir stofnun ungmennafélagsins.
    Ungmennafélagið setti sér háleit markmið við stofnunina og farið er ítarlega yfir þau markmið og skoðað hvernig félaginu tókst að ná þeim. Helstu markmiðin voru að efla félagsandann innan sveitarinnar, koma upp félagsheimili, vinna að bindindismálum, gefa út blað og vinna að eflingu íþrótta, en einnig voru önnur léttvægari málefni á dagskránni. Eftir fyrstu árin breyttist ekki aðeins félagið heldur einnig sá félagslegi veruleiki sem það var sprottið úr.
    Um miðjan 5. áratuginn fór byggðamynstur innan sveitarinnar að breytast. Fólki í þéttbýlinu við sjávarsíðuna fór að fjölga á kostnað sveitarinnar. Auk þess var tímabundin fólksfækkun innan sveitarfélagsins sem heildar og fátt fólk var til staðar á kjöraldri fyrir ungmennafélagið. Þetta breyttist þó til batnaðar í byrjun 8. áratugarins þegar nýjar kynslóðir komu fram á sjónarsviðið og tóku við forystuhlutverkum í ungmennafélaginu.
    Byggða- og fólksfjöldaþróun hafði mikil áhrif á starf ungmennafélagsins enda var sveitin tiltölulega fámenn og því skipti hver maður máli. Þegar þessar hræringar innan sveitar voru að hefjast var hlutverk ungmennafélagsins að verða fastmótað. Það var farið að sækja æ meira í það að verða hreinræktað íþróttafélag eins og tíðkaðist gjarnan í þéttbýli og með aukinni þéttbýlismyndun styrktist það hlutverk félagsins. Önnur félög spruttu upp í sveitarfélaginu og unnu þá að málum sem ungmennafélagið hafði beint sjónum sínum að á fyrstu árunum. Starf félagsins var, eins og starf annarra félaga, bundið áhuga félagsmanna og var hann upp og ofan. Það sem varð því að falli var óhagstæð fólksfjöldaþróun og áhugi þeirra fáu sem eftir voru var ekki nægur til að halda úti öflugu starfi. Því hefur félagið nú lagst í dá.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna