is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24941

Titill: 
  • Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til að kanna hvort tengsl væru á milli skjátíma íslenskra unglinga og hreyfingar þeirra var notast við gögn úr alþjóðlegri rannsókn sem ber heitið Health Behavior in School-aged Children (HBSC). Þá var einnig athugað hvort skjátími og hreyfing væru tengd líkamsþyngdarstuðli. HBSC könnunin er lögð fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekkjum grunnskóla á fjögurra ára fresti og unnið var með gögn úr íslenska hluta rannsóknarinnar sem safnað var á árunum 2013-2014. Þátttakendur voru 3441 talsins úr 171 íslenskum grunnskóla og komu þeir aðeins úr 10. bekkjum skólanna. Við túlkun á niðurstöðum rannsóknarinnar var stuðst við viðmið Lýðheilsustöðvar um að hreyfing unglinga eigi að vera minnst ein klukkustund á dag sem og alþjóðleg viðmið um skjátíma unglinga sem takmarkast við tvær klukkustundir á dag. Niðurstöður sýna að drengir hreyfa sig marktækt meira en stúlkur og að þær eyða meiri tíma fyrir framan skjá. Þó eru fleiri drengir sem eru með mjög mikinn skjátíma. Aðeins 27% íslenskra unglinga ná viðmiðum um lágmarks hreyfingu. Heildarhlutfall þeirra sem fara ekki yfir viðmið um skjátíma er 50,8%. Marktæk tengsl eru á milli líkamsþyngdarstuðuls og hreyfingar unglinga en ekki á milli líkamsþyngdarstuðuls og skjátíma. Þá eru einnig marktæk tengsl á milli skjátíma og hreyfingar. Niðurstöður tvíkosta aðhvarfsgreiningar gefa til kynna að með því að auka skjátíma um eina klukkustund á viku eru unglingarnir 1,6% líklegri til að ná ekki viðmiðum Lýðheilsustöðvar um klukkustundar hreyfingu á dag. Einungis 13% þátttakenda stóðust bæði viðmið um hreyfingu og skjátíma. Niðurstöður eru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir bæði erlendar og íslenskar, en þeim ber ekki saman hvað varðar holdafar íslenskra unglinga. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að íslenskir unglingar séu verr á sig komnir heldur en þessi rannsókn bendir til. Aftur á móti þarf að auka hreyfingu þar sem of fáir virðast ná þeim viðmiðum sem sett hafa verið og í kjölfarið þarf að fylgjast með skjátíma þar sem hann getur haft áhrif á að unglingar hreyfi sig nóg.
    Lykilorð: Skjátími, hreyfing, kyrrseta, unglingar, líkamsþyngdarstuðull (BMI).

  • Útdráttur er á ensku

    Data from the Health Behavior in School-aged Children survey (HBSC) was used to assess the relationship between screen time and physical activity among Icelandic adolescents. The relationship between body mass index, screen time and physical activity was also assessed using the same data set. The HBSC study collects data every four years on 11-, 13- and 15-year-old children. The current paper only used the data from the Icelandic part of the study collected on 15-year-old children (10th graders) in 2013-2014. The data was collected from 171 elementary schools and the subjects were 3441 in total. According to The Icelandic Public Health Centre (Lýðheilsustöð) guidelines, adolescents should exercise at least one hour daily and international guidelines about screen time state that it should be limited to two hours per day. These guidelines were used in assessing the results of this paper. The results show that boys exercise significantly more than girls but they have greater screen time than boys. Despite that, more boys have very high screen time. Overall 50,8% of all the participants exceeded the screen time guidelines. The relationship between BMI and physical activity among adolescents was statistically significant but not between BMI and screen time. When screen time and physical activity were examined the findings showed a statistically significant difference between the two variables. Results from a binary logistic regression analysis suggest that when screen time increases by one hour per week the odds of not reaching the physical activity guidelines increase by 1,6%. Only 13% of the participants reached the physical activity guidelines and were within the limits of the screen time guidelines. The results are mostly consistent with earlier studies, both foreign and Icelandic, however the findings on adolescent physique are not unanimous. Earlier studies have pointed out that Icelandic adolescents are in worse shape than the current study suggests. Our conclusion is that there is need for promotion of physical activity since there are too many that do not reach the guidelines as well as limit screen time since it can affect exercise among adolescents.
    Keywords: Screen time, physical activity, sedentary behavior, adolescence, body mass index (BMI).

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl skjátíma við hreyfingu og ... -Arna, Helga, Karen.pdf691.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna