is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24947

Titill: 
  • Öll börn eiga rétt á uppeldi : notkun PMTO sem stuðningur við foreldra í uppeldishlutverkinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir benda til aukningar á hegðunarvanda barna, auknu álagi á fjölskyldur vegna breytinga á fjölskyldumynstri og aukins agaleysis meðal barna. Á Íslandi eru þó nokkrir aðilar sem bjóða upp á námskeið, fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra. Sé horft til þess fjölbreytta framboðs sem á boðstólum er á þessu sviði virðist vera þörf hjá foreldrum til að leita sér aukinnar þekkingar og færni í uppeldishlutverkinu, eins og uppeldisnámskeið og ýmiskonar fræðsla til stuðnings foreldrum. Áhugavert er að sjá að þegar upp er staðið virðist vera ákveðinn rauður þráður í þeim úrræðum sem í boði eru og byggja þau fyrst og fremst á ást og umhyggju, agastjórnun, að setja börnum mörk, hvetja þau og hrósa þeim fyrir vel unnið verk.
    Meðal þess sem boðið er upp á hér á landi er PMTO foreldrafærni. Rannsóknir sýna að aðferðin ber árangur og að viðheldni sé stöðug. Aðferðin PMTO (e. Parent Management Training, Oregon Model) beinist að því að þjálfa foreldra í að takast á við hegðun barna sem getur valdið erfiðleikum í samskiptum. PMTO byggir á ítarlegum rannsóknum um hegðunarmótun barna og hefur verið í þróun frá því um miðja síðustu öld. Vegna aukningar á tilkynningum um hegðunarvanda til sérfræðinga eins og lækna og sálfræðinga, hefur þessi aðferð verið innleidd á Íslandi og er í dag boðið upp á menntun í PMTO á landi bæði fyrir fagfólk sem starfar með börnum og einstaklinga sem vilja starfa sem meðferðaraðilar.
    Helstu niðurstöður þessarar samantektar um PMTO sýna að meðferðin ber árangur og styður vel við foreldra í uppeldi barna sinna, óháð fjölskyldugerð, menningu og tungumáli. Rannsóknir sem gerðar hafa verið víðsvegar um heim styðja meðferðina, virkni hennar og árangur.

  • Útdráttur er á ensku

    Research indicates an increase in children´s conduct disorder as well as an increase in stress within nuclear families resulting from changes in family patterns and from a lack of discipline amongst children. Courses, education and consultation for parents are being offered in Iceland. If we take the wide variety of offerings as a clue, there seems to be plenty of need amongst parents to seek more knowledge and skills in parenting. It is intriguing to observe that ultimately the running theme of the solution presented here, seems to be to love, to take care, to discipline, to set boundaries, to encourage and to endorse the children.
    One of the programs offered in Iceland is PMTO. The PMTO method, (Parent management training, Oregon model) centres on coaching parents in attending to their children’s behaviour, which might compromise communication. PMTO is based on thorough research of behaviour development and has as such been progressing from the middle of the last century. PMTO has been implemented in Iceland as a reaction to an increase in reports of behavioural disorders sent to specialists. Nowadays PMTO education is being offered to professionals as well as to those that seek knowledge in this field.
    The main conclusions of this summary about PMTO show that the method is indeed successful and that it does support parents in the upbringing of their children, independent of family type, culture or language. Research all over the world supports this method, its functionality and its effectiveness.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð_2016.pdf542.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna