is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24951

Titill: 
  • Rætur fortíðar styrktar til betri framtíðar : tengsl erfiðra upplifana í æsku við lífsgæði fólks seinna meir á lífsleiðinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áföll eða erfið upplifun í æsku er reynsla af ýmsum toga sem hefur áhrif á heilsutengd lífsgæði fólks á fullorðinsaldri. Slík reynsla eins og ofbeldi og vanræksla geta valdið streitu og reynst fólki þungbært á fullorðinsárum. Rannsóknir hafa bent á að tengsl eru á milli andlegrar vanlíðunar og langvarandi líkamlegra veikinda við meiri sjúkdómshættu og verri framtíðarmöguleika. Megin tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort erfiðar upplifanir í æsku hafi áhrif á heilsufar og lífsgæði fólks og kanna hvort tengsl væru þar á milli. Úrtakið var 577 einstaklingar, 495 konur (85,8%) og 82 karlar (14,2%). Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt til að greina mun á heilsutengdum lífsgæðum fólks með fleiri eða færri áföll í æsku. Spurningarlistarnir heilsutengd lífsgæði (Icelandic quality of life) og erfiðar upplifanir í æsku (ACE Adverce childhood experiences) voru lagðir fyrir þátttakendur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að munur var á lífsgæðum þátttakenda sem höfðu upplifað fleiri áföll heldur en hjá þeim sem höfðu upplifað færri áföll. Marktækur munur var á öllum niðurstöðum og sýnir rannsóknin fram á tengsl við erfiðar upplifanir í æsku og verra heilsufar á fullorðinsárum. Slík reynsla hefur áhrif og veldur varanlegum skaða sem viðhelst út lífið sé ekki gripið inn í fyrr á lífsleiðinni. Með auknum skilningi á langtímaáhrifum sem áföll hafa, gefa niðurstöður þessar innsýn á mikilvægi þess að grípa inn í og aðstoða.

  • Útdráttur er á ensku

    Trauma and adverse experience of different types in childhood affect the quality of life. Abuse and neglect is a stressful experience that may render a heavy burden for people during adulthood. Studies suggest there exists an association between mental illness and chronic physical illness, with higher risks of disease and worse future prospects. The main purpose of this study is to examine adverse experience in childhood and how it affects health and quality of life, whilst exploring the relevant relationships. The sample consisted of 577 individuals, 495 women (85.8%) and 82 men (14.2%). Quantitative research methods were used to detect differences in health-related quality of life indicators among people with trauma in childhood. The questionnaires, HL (Icelandic quality of life) and ACE (Adverse Childhood Experiences), were presented to the respondents. The result displays differences in the quality of life among subjects who experienced more adverse childhood experiences than among those who experienced less trauma. The study found significant statistical difference in all results and shows a relationship between difficult experience in childhood and worse health during adulthood. This experience may affect and potentially cause permanent damage that remains for life, if there is no appropriate, timely and relevant intervention. With better understanding of the long-term effects of trauma, these results give insight into the importance of early intervention in the lives of those who may require assistance.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ Edda Margrét Hilmarsdóttir Hrefna Gissurardóttir Sigríður Björnsdóttir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna