is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24954

Titill: 
  • Skynörvun í slökunarherbergi. Forvörn og hjúkrunarmeðferð á geðdeild: Forrannsókn
  • Titill er á ensku Sensory stimulation in comfort room. A prevention and nursing therapy in psychiatric ward: Pilot study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Á geðdeildum eru þvingandi meðferðir notaðar til þess að draga úr eða stjórna hegðun þeirra sjúklinga sem hætta er á að skaði sjálfa sig eða aðra með ofbeldisfullri hegðun. Þvingandi meðferðir geta hins vegar verið skaðlegar fyrir sjúklinga og starfsfólk. Fyrirbyggjandi meðferðir eru því nauðsynlegar til að draga úr ofbeldi sjúklinga og þvingandi meðferðum. Skynörvandi meðferð í slökunarherbergi er árangursrík forvörn sem dregur úr spennu og vanlíðan sjúklinga og fækkar þannig tilfellum ofbeldis og þvingandi meðferða á geðdeildum.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er annars vegar að bera saman blóðþrýsting, hjartslátt og öndunartíðni og hins vegar að bera saman mat einstaklinga á eigin líðan, fyrir og eftir skynörvandi hjúkrunarmeðferð í slökunarherbergi, í þeim tilgangi að meta hvort meðferðin leiði til slökunar. Áhersla er lögð á áhrif umhverfis og lýsingar, tónlistar, handanudds og djúpöndunar til að hjálpa sjúklingum við að róa sig og draga úr vanlíðan þeirra.
    Aðferð: Megindleg forrannsókn með þægindaúrtaki og tilfellatilraunasniði þar sem aflað er lífeðlisfræðilegra gilda og sjálfsmats sjúklinga á eigin líðan, fyrir og eftir skynörvandi meðferð í slökunarherbergi. Þátttakendur voru 22, 8 karlar og 14 konur, á aldrinum 21 til 64 ára.
    Niðurstöður: Niðurstöður sýndu marktækan mun á líðan sjúklinga til hins betra eftir meðferðina samanborið við líðan þeirra fyrir meðferð. Tímalengd skynörvandi meðferða í slökunarherbergi var að jafnaði um 26 mínútur. Lífeðlisfræðileg gildi sjúklinga lækkuðu við meðferðina og konur fundu meiri breytingu á líðan sinni, til batnaðar, við meðferðina en karlar gerðu. Helmingur þátttakenda valdi lýsingu og tónlist á sama tíma, flestir völdu lýsingu, þá tónlist, handanudd og fæstir öndunaræfingar.
    Ályktun: Skynörvandi meðferð í slökunarherbergi leiðir til slökunar og betri líðanar bráðveikra sjúklinga á bráðageðdeild.
    Lykilorð: Slökunarherbergi, skynörvun, slökun, handanudd, djúpöndun, tónlist, lýsing.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Restraints are used in psychiatric wards to reduce or control the behavior of patients at risk of harming themselves or others with violent behavior. Restraints, however, can be harmful for patients and staff. Preventive measures are therefore necessary to reduce patients violence and restraints. Sensory therapy in comfort rooms is an effective preventive way to reduce tension and distress in patients whitch results in fewer cases of violence and restraints in psychiatric wards.
    Aim: The aim of the study is to compare blood pressure, heart rate and respiratory rate and patients self-evaluation of their distress level and agitation, before and after sensory therapy in comfort room, in order to assess whether the treatment leads to relaxation. Particular focus is on the effect of environment and lightning, music, hand massage and deep breathing as a way to help patients calm them self and reduse their distress.
    Method: The method used was non-randomised quantitative pilot study with a single subject experiment design and collection of physiological mesurements and patients self evaluation of their distress level and agitation, before and after sensory stimulation in comfort room. Participants were 22, 8 men and 14 women, aged 21 to 64 years.
    Results: Results showed significant difference in patients distress, for the better, after the treatment compared to their distress before treatment. Duration of sensory therapy in the comfort room was an average of 26 minutes. Patients physiological measures decreased with treatment and women detected more change in their distress level and agitation, for the better, with the treatment than men did. Half the participants chose lighting and music at the same time, most of the participants chose lighting, then music, hand massage and the chose of deep breathing came last.
    Conclusions: Sensory therapy in comfort rooms leads to relaxation and reduces patients distress and agitation on acute psychiatric inpatient ward.
    Kaywords: Comfort room, sensory, relaxation, hand massage, deep breathing, music therapy, lighting.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skynörvun í slökunarherbergi.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ásdís.pdf415.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF