is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24959

Titill: 
  • Ofbeldi gegn öldruðum : skilgreiningar og skilningur aldraðra á ofbeldi gegn öldruðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta er unnið til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Rannsókn þessi er forrannsókn. Tilgangur hennar er að dýpka skilning á því hvernig aldraðir skilgreina og skilja hugtakið ofbeldi gegn öldruðum og kanna hvernig fræðilegar flokkanir á ofbeldi gegn öldruðum samræmast skilningi aldraðra. Einnig var leitast við að kanna viðhorf aldraðra til fræðslu um ofbeldi gegn öldruðum. Rannsóknin var eigindleg og fellur bæði undir hugtakagreiningu almennings og afleiðandi innihaldsgreiningu. Gögn voru unnin úr viðtölum við sjö einstaklinga sem voru á aldrinum 67 til 92 ára og meðalaldur var 77 ár. Greiningarrammi var gerður út frá skilgreiningum fræðimanna á ofbeldi gegn öldruðum og viðtölin kóðuð samkvæmt honum.
    Aldraðir skilgreina ofbeldi aðallega sem valdbeitingu og var aðalþemað valdbeiting gegn þeim sem veikari stendur. Farið var með þátttakendum í gegnum þá fimm flokka sem fræðimenn hafa sett fram innan hugtaksins ofbeldi gegn öldruðum, þeir eru: líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt vanrækslu. Þátttakendur voru beðnir um sínar skilgreiningar á hverjum flokki fyrir sig.
    Rætt var um fræðslu á efninu og kom í ljós að þátttakendurnir voru allir sammála um nauðsyn fræðslu þrátt fyrir að enginn þeirra væri tilbúinn að mæta á slíka fræðslu. Rannsakendur vita ekki til þess að áður hafi verið framkvæmd rannsókn á Íslandi þar sem leitast er eftir skilgreiningum og skilningi aldraðra á hugtakinu ofbeldi gegn öldruðum.Við ályktum að með betri skilning á skilgreiningu aldraðra sjálfra á hugtakinu ofbeldi gegn öldruðum megi frekar taka á vandanum og veita þeim betri aðstoð sem hana þurfa.
    Lykilhugtök: aldraðir, ofbeldi gegn öldruðum, skilgreiningar, skilningur, fræðsla, eigindleg

  • Útdráttur er á ensku

    This research project is a graduate thesis for a B.S. degree in Nursing at the University of Akureyri. With this pilot study, the purpose is to deepen the understanding of how older people define and perceive the concept of elder abuse and to define whether the older people’s definition of elder abuse and those of scholars differ. Older people's attitudes towards education on the subject was also examined. Through this qualitative study, the research is also considered to be a deductive content analysis and a colloquial concept analysis. Data was collected by conducting seven interviews with older people between the ages of 67 and 92, with the average age of 77 years. Structural analysis matrice was made based on theoretical definitions of elder abuse and the data was organized based on these categories.
    Older people defined elder abuse mainly as coercion, and the core theme of the study was coercion of those who are weaker. Researchers introduced the participants to the five categories that scientists consider as definitions of elder abuse, those being: physical, psychological, financial and sexual abuse as well as neglect. Participants were asked to give their own definitions of each of these categories. All of the participants were in agreement that education about elder abuse would be important, although none of them would have interest in attending meetings regarding this subject. Researchers have not found any other study on this subject that has been conducted in Iceland where older people's definitions and perspectives on elder abuse were examined. We conclude that with better understanding of older people's definitions of elder abuse that this problem can be dealt with more proficiently and we can provide better treatment for those in need.
    Key terms: elders, elder abuse, definitions, perspective, education, qualitative

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil pdf.pdf605.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna