is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24967

Titill: 
  • Árangursmat á starfi Barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að finna aðferðir og mælitæki til að meta árangur Barna- og unglingageðteymis (BUG) sem starfar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Mælitækin eiga að ná til skjólstæðinga teymisins, en þeir eru allflestir á aldrinum 6 til 18 ára, ásamt foreldrum/forráðamönnum þeirra og þeim kerfum, vinnustöðum og/eða skólum sem tengjast barninu. Rannsóknarspurning fyrirhugaðrar rannsóknar sem þessi rannsóknaráætlun leggur drög að er: Hver er árangur af starfi Barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri?”.
    Til að glöggva sig á viðfangsefninu lögðust höfundar í ítarlega heimildaleit sem miðaði að því að færa rök fyrir að þær meðferðir sem teymið veitir séu gagnreyndar og eigi rétt á sér. Heimildaleitin fólst einnig í að finna möguleg matstæki til að árangursmæla vinnu teymisins og ánægju foreldra/forráðamanna með þá þjónustu sem það veitir ásamt matstæki til þess að meta einkenni þunglyndis og kvíða hjá börnum. Höfundar leggja til að notaðir verði staðlaðir spurningalistar sem rannsakaðir hafa verið með tilliti til áreiðanleika og réttmætis. Þeir telja að með megindlegri rannsóknaraðferð og notkun þessara stöðluðu spurningalista megi meta árangur meðferðar BUG teymisins á áreiðanlegan hátt og endurspegla vinnu þess með því móti.
    Til að auka gæði þjónustu teymisins og ákvarða mikilvægi þess, til dæmis hvað varðar fjárveitingar frá ríkissjóði, er mikilvægt að sýna fram á árangur af starfi teymisins með gagnreyndum og stöðluðum mælitækjum. Höfundar vona að með þessari rannsóknaráætlun sé grunnur lagður að því að BUG teymið innleiði reglulegar árangursmælingar sem hluta af sínu starfi með það að markmiði að bæta meðferð skjólstæðinga og meta mikilvægi starfseminnar.
    Lykilhugtök: Barn, unglingur, geðsjúkdómur, gagnreynd meðferð, árangursmæling, þverfaglegt teymi, málastjórnun.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a final thesis towards a B.Sc. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the research proposal is to find appropriate measurement tools to evaluate the outcome of an interdisciplinary psychiatric team that works at Akureyri Hospital called the BUG team, which specialises in services to children and adolescents with mental health problems and their families. The outcome measurements should cover all of the team’s clients, who are mostly between the ages of 6-18 years old, their parents/guardians and their respective systems, places of work and/or schools, that relate to the child. The research question for the proposed study is: What are the outcomes of the treatment that the Child- and Adolescent Psychiatric Team of Akureyri Hospital provides?”. The purpose of the literature review in this thesis was to examine whether the treatments the team uses are evidence-based practices and justifiable, and also to find possible standardised measurements to measure the outcomes of the team’s work as well as to measure the parents’/guardians’ satisfaction with the service of the team. Furthermore to introduce a proposal for a measurement that evaluates depression and anxiety symptoms. Authors recommend that questionnaires that have been examined with respect to reliability and validity will be used. The authors believe that with quantitative research methods and by using standardised questionnaires
    it is possible to evaluate the result of the treatment and thus reflect the work of the team. To evaluate the efficacy of the team’s services, e.g. related to appropriation from the State’s Treasury, it is important to show result with evidence-based and standardised measurements. The authors hope that this research proposal is a foundation for the team to
    introduce routine outcome measurements as a part of their work in order to improve the client’s treatment as well as to evaluate its efficacy.
    Key words: Child, adolescent, mental illness, evidence-based practice, routine outcome measurement (ROM), interdisciplinary team, case managment.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangursmat á starfi BUG-teymis SAk.pdf26.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna