is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24968

Titill: 
  • „Þetta er þeirra heimili, þau búa ekki á mínum vinnustað“ : þjónusta iðjuþjálfa sem starfa á hjúkrunarheimilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hornsteinn hugmyndafræði iðjuþjálfunar er skjólstæðingsmiðuð nálgun. Hún birtist í samstarfi iðjuþjálfa og skjólstæðings þar sem skjólstæðingi er kleift að taka ákvarðanir varðandi þátttöku í iðju. Iðjuþjálfinn virðir skjólstæðinginn og viðurkennir sjálfstæði hans. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á störf iðjuþjálfa með öldruðum á hjúkrunarheimilum og sjá viðhorf og áherslur þeirra í starfinu. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig birtist skjólstæðingsmiðuð nálgun í þjónustu iðjuþjálfa sem starfa á hjúkrunarheimilum? Rannsóknin var eigindleg og gögnum safnað með sex viðtölum við iðjuþjálfa sem starfa á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Stuðst var við opinn, óstaðlaðan viðtalsramma. Gögnin voru afrituð og greind í þemu samkvæmt sniðmátun. Niðurstöður birtust í sjö meginþemum en þau voru virðing, vald, virk hlustun og samskipti, samstarf, val, von og umhverfi. Iðjuþjálfunum fannst skipta máli að gefa skjólstæðingum tækifæri til að gefa af sér og að ýta undir sjálfstæði þeirra. Einnig að nýta virka hlustun til að koma til móts við þarfir skjólstæðinganna. Mikilvægt var að vinna í samstarfi við skjólstæðinga og koma fram við þá af virðingu og sem jafningja. Lykilatriði var að skjólstæðingar hefðu val um það hvort og hvernig þeir tækju þátt í íhlutun. Iðjuþjálfarnir töldu nauðsynlegt að hafa jákvæðni að leiðarljósi í samskiptum við skjólstæðinga og að taka aldrei vonina frá þeim. Umhverfi gat haft ýmis konar áhrif á störf iðjuþjálfa á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt. Mikilvægt er að skjólstæðingsmiðuð nálgun sé skýr í vinnu iðjuþjálfa með öldruðum og að unnið sé markvisst að því að koma nálguninni í verk. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta nýst iðjuþjálfum sem starfa með öldruðum til að efla skjólstæðingsmiðaða nálgun í starfi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    The cornerstone of the ideology of occupational therapy is the client-centred approach. It manifests in the collaboration of the occupational therapist and the client where the client can make their own decisions regarding the amount of their participation in occupational therapy. The occupational therapist respects the client and his independence. The purpose of this research was to illustrate the work that an occupational therapist does with the elderly in nursing homes and to learn about their perspectives and emphasis. The proposed research question was: How does a client-centred approach manifest in the service that occupational therapists provide in their work at nursing homes? A qualitative approach was used in this study and data was collected with six interviews with different occupational therapists that work at nursing homes in Reykjavík and nearby towns. An open, non-standardized interview frame was used. The data was copied and analyzed down to different themes according to template analysis. The results ended up in seven main themes which were: respect, power, listening and communicating, partnership, choice, hope and environment. The occupational therapists found it very important that their clients were given the opportunity to give back and to support and encourage their independence. They also found it essential to use active listening in order to best accommodate to the client’s needs. It was critical to work in partnership with the client and to treat them with respect and as equals. A key point was that a client has a choice of if and how they participate in the intervention. The therapist found it vital to be positive in all communications with the client and never to deprive them of hope. The environment could have all kinds of effect on occupational therapist‘s practice, both positive and negative. It is important that client-centred approach is well defined in the occupational therapists work with the elderly and that it is effectively accomplished. The findings of this research can be utilized by occupational therapists that work with the elderly in order to reinforce client-centred approach in their work.

Samþykkt: 
  • 6.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónusta iðjuþjálfa sem starfa á hjúkrunarheimilum.pdf656.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna