is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2496

Titill: 
  • Misnotkun á markaðsráðandi stöðu í formi sértækrar verðlækkunar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ákvæði 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 kveður á um bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í 2. mgr. ákvæðisins eru tekin dæmi um nokkrar tegundir misnotkunar og er sú upptalning ekki tæmandi. Sértæk verðlækkun yfir kostnaði hefur verið flokkuð sem ein tegund samkeppnishamlandi misnotkunar sem beinist gegn keppinautum. Sértækar verðlækkanir felast í því að markaðsráðandi fyrirtæki lækkar verð til viðskiptavina keppinautar með sértækum hætti með það að markmiði að valda honum samkeppnislegum skaða eða hrekja hann af markaði. Af slíkri verðlækkun hlýst því bæði útilokun keppinauta markaðsráðandi fyrirtækis og mismunun í verði gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins. Umdeilt hefur verið hvort þessi aðgerð feli í sér misnotkun markaðsráðandi stöðu, enda er um að ræða verðlagningu yfir kostnaði. Einnig hefur verið umdeilt hvort skilyrði þessarar misnotkunar sé að fyrirtæki njóti einstakrar yfirburðastöðu. Af íslenskri og evrópskri réttarframkvæmd um sértæka verðlækkun má draga þá ályktun að kostnaðarviðmið skipti ekki máli að lögum, heldur sé meiri áhersla lögð á hið sértæka eðli þessarar aðgerðar. Hefur sérstök áhersla verið lögð á að tilboðin bjóðast ekki öllum viðskiptavinum markaðsráðandi fyrirtækja. Af réttarframkvæmd má ráða að einstök yfirburðastaða sé ekki skilyrði þess að sértækar verðlækkanir teljist ólögmætar, en skyldur fyrirtækja aukist í hlutfalli við markaðsstyrk. Verður því að fara fram heildarmat á aðstæðum hverju sinni. Verður að telja æskilegt að réttarástandið í þessum efnum verði skýrt nánar einkum vegna þess að málum varðandi sértæka verðlækkun hefur farið fjölgandi auk þess sem mörkin á milli misnotkunar í formi sértækrar verðlækkunar yfir kostnaði og eðlilegrar samkeppni geta verið óskýr. Er þetta nauðsynlegt til að auka réttaröryggi fyrirtækja og eyða lagalegri óvissu.

Samþykkt: 
  • 7.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
al_fixed.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna