is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25008

Titill: 
  • Ábyrgð og samstaða án landamæra : þróun Dyflinnarreglugerðarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samstarf Evrópuríkja í hælismálum má rekja til fyrsta Schengensamningsins sem gerður var árið 1985. Vegna niðurfellingar landamæraeftirlits á innri landamærum aðildarríkjanna skapaðist þörf á skýrum viðmiðunum um ábyrgð ríkja af hælisumsóknum. Talið var mikilvægt að í hverju tilfelli væri eitt ríki ábyrgt. Breið samstaða myndaðist um að aðildarríki kæmu sér saman um viðmiðanir sem ákvörðuðu ábyrgð í hverju tilfelli. Í þeim tilgangi var Dyflinnarsáttmálinn kynntur til sögunnar. Honum var ætlað að koma á fót skýrum reglum til að ákvarða ríki sem bæri að taka fyrir umsókn um alþjóðlega vernd. Ábyrgðarreglur Dyflinnarkerfisins hafa verið harðlega gagnrýndar vegna þess að ábyrgð deilist mjög ójafnt á aðildarríkin og vegna þess að Dyflinnarkerfið tekur ekki mið af verndargetu ríkja. Dyflinnarsáttmálinn byggir á Genfarsáttmálanum. Ein meginregla Genfarsáttmálans er sanngjörn skipting ábyrgðar á hælisumsóknum. Brugðist hefur verið við þessu ósamræmi milli Genfarsáttmálans og Dyflinnarreglugerðarinnar með stofnun Samevrópska hæliskerfisins. Tilskipanir þess miða að því að ,,byrðarnar'' af alþjóðlegri vernd deilist jafnar milli aðildarríkja án þess að Dyflinnarkerfinu sé varpað fyrir róða. Þá miða gerðir Samevrópska hæliskerfisins að lágmarkssamræmingu milli hæliskerfa aðildarríkjanna. Ýmsar hugmyndir eru uppi um framtíð hælismála í Evrópu. Meðal annars hefur verið talað um að aukin miðstýring í hælismálum sé nauðsynleg. Lög um útlendinga hafa verið í heildarendurskoðun á Íslandi undanfarin ár. Í greinargerð með frumvarpi til nýrra laga um útlendinga kemur fram að Ísland ætlar að taka þátt í þeirri lágmarkssamræmingu sem stefnt er að þrátt fyrir að íslenska ríkinu sé ekki skylt að innleiða tilskipanir Samevrópska hæliskerfisins. Með nýjum lögum um útlendinga hér á landi er einnig ætlunin að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins um alþjóðlega vernd.

  • Útdráttur er á ensku

    European cooperation on asylum matters can be traced back to the signing of the first Schengen agreement in 1985. Because of the cancellation of border controls at the internal borders, there was a need for a clear criteria for determining a responsible state on the consideration of an asylum application, for each application. It was thought that if more than one state is responsible in each case no state may take the responsibility. That is why there was a broad consensus among
    stakeholders on the need for Member States to agree on a criteria that would determine responsibility. The Dublin Charter was drafted with this aim. The Carter was designed to establish clear and usable method to determine which country should examine an application for international
    protection. However, the application of the Charter has been strongly criticized as responsibility spreads unevenly among Member States and the system does not take the capacity of states into account. The Dublin regulation is based on the Geneva Convention. One principle of the Geneva Convention is fair division of responsibility for asylum applications. The discrepancy between The Dublin regulation and the Geneva convention has been partly addressed by the establishment of the
    European Common Asylum System. It aims at minimum harminization between the national asylum systems and more distribution of asylum applications without jettisoning the Dublin system. Discussions on the future of the European asylum system are ongoing. In Iceland the law on foreigners is currently in review. According to it's exposition Iceland intends to participate in the Common European Asylum System and aims at fulfilling it's obligations concerning international protection.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAskil13maí.pdf259.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna