is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25025

Titill: 
  • Norðfjarðargöng : rannsókn á væntingum íbúa í Neskaupstað til samfélagslegra áhrifa Norðfjarðarganga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samgöngur til Norðfjarðar hafa alla tíð verið erfiðar. Fram á miðja 20. öldina var sjórinn helsta samgönguleiðin því erfitt var að fara landleiðina til annarra byggðarlaga þar sem þurfti að fara gangandi eða ríðandi yfir há fjöll. Þessar aðstæður gerðu það að verkum að íbúar við Norðfjörð lifðu í ákveðinni einangrun. Árið 1949 komst á vegsamband frá Norðfirði til Eskifjarðar yfir Oddsskarð, en flesta vetur var ófært sökum snjóa. Göng voru opnuð undir Oddsskarð árið 1977 og var þá vetrareinangrun íbúa í Neskaupstað rofin að hluta, en göngin um Oddsskarð leystu aldrei einangrun byggðar í Neskaupstað og eru fyrir löngu orðin ófullnægjandi. Árið 2013 var hafist handa við gerð Norðfjarðarganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Þessi rannsókn miðar að því að skoða þær samfélagslegu breytingar sem íbúar í Neskaupstað vænta í kjölfar opnunar Norðfjarðarganga. Áætluð verklok ganganna eru í september 2017. Leitað var svara við því hjá íbúum Neskaupstaðar hvort og hvernig áhrif þeir telji að göngin muni hafa á helstu þætti samfélagsins eins og atvinnumöguleika og atvinnuöryggi, tækifæri til menntunar, félagslíf og afþreyingu, tekjumöguleika, þjónustu ríkis og sveitar, fasteignaverð, vöruúrval og vöruverð, auk almennra áhrifa á samfélagið í heild. Jafnframt voru íbúar beðnir að lýsa því hvort þeir upplifðu óþægindi eða kvíða í tengslum við að ferðast á milli Neskaupstaðar og Egilsstaða bæði að sumar- og vetrarlagi. Helstu niðurstöður sýna að íbúar Neskaupstaðar telja að tilkoma Norðfjarðarganga muni almennt hafa jákvæð áhrif á samfélagið í bænum. Þau muni auka atvinnuöryggi, tekjumöguleika og skapa ný tækifæri til menntunar og atvinnu, einnig auka fjölbreytni í félagsmálum og afþreyingu. Ekki voru íbúar eins jákvæðir gagnvart hugsanlegum áhrifum ganganna á þjónustu ríkis og sveitarfélaga, vöruúrval og vöruverð. Konur voru almennt heldur jákvæðari en karlar og elsta fólkið er jákvæðara en það yngsta gagnvart áhrifum ganganna á ýmsa þætti samfélagsins. Þeir sem hafa meiri menntun eru með minni væntingar til áhrifa Norðfjarðarganga á samfélagið í Neskaupstað. Konur upplifa meiri óþægindi eða kvíða en karlar við að ferðast leiðina á milli Neskaupstaðar og Egilsstaða og yngsti aldurshópurinn finnur fyrir meiri óþægindum en þeir sem eldri eru. Það eru fyrst og fremst vegirnir um Oddsskarð og Fagradal að vetrarlagi sem vekja kvíða og óþægindi hjá fólki.

  • Útdráttur er á ensku

    Transport to Norðfjörður has always been difficult. Until the mid-20th century, the sea was the main transport route because it was difficult to travel overland to other communities that could only be reached on foot or horseback across high mountains. These conditions entailed that the residents of Norðfjörður lived in a certain isolation. In 1949 a road connection was established from Norðfjörður to Eskifjörður over Oddsskarð, but most winters it was impassable due to snow. A tunnel was opened under Oddsskarð in 1977, lifting the winter isolation of the residents of Norðfjörður, but the tunnel through Oddsskarð never freed the community in Norðfjörður from being isolated and has long since become inadequate. In 2013, work began on the Norðfjarðargöng tunnel between Eskifjörður and Norðfjörður. This study aims to examine the societal changes that the residents of Neskaupstaður expect following the opening of the Norðfjörður tunnel. The tunnel is scheduled to be completed in September 2017. The residents of Neskaupstaður were asked what impact they believe the tunnel will have on major aspects of society, such as employment prospects and job security, opportunities for education, social life and recreation, revenue potential, the services of central and local government, real-estate prices, product selection and product prices, as well as general effects on the community as a whole. Furthermore, residents were asked to disclose whether they experienced discomfort or anxiety associated with travel between Neskaupstaður and Egilsstaðir, both in summer and winter. The main results show that the residents of Neskaupstaður believe that the emergence of the Norðfjörður Tunnel will generally have a positive impact on the community in the town. They believe it will increase job security, revenue potential and create new opportunities for education and employment, as well as increasing social and recreational diversity. The residents were not as positive toward the potential impact of the tunnel on the services of central and local government, product selection and product prices. Women were generally slightly more positive than men and the older group was more positive than the youngest group toward the influence of the tunnel on various aspects of the community. Those with higher education have fewer expectations for the impact of the Norðfjörður Tunnel on society in Neskaupstaður. Women experience more discomfort or anxiety than men at the thought of travelling the route between Neskaupstaður and Egilsstaðir and the youngest age group feels greater discomfort than the older ones. It is mostly traversing Oddsskarð and Fagridalur during winter which causes discomfort and anxiety among people.

Styrktaraðili: 
  • Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstað
Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF - LOKAVERKEFNI - Sigrún Þorsteinsdóttir.pdf836.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna