is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25034

Titill: 
  • Áhrif innleiðingar breytts vinnulags á öðru stigi fæðingar á alvarlega spangaráverka á Landspítala. Íhlutunarrannsókn með hálfstöðluðu rannsóknarsniði
  • Titill er á ensku Effects of an interventional program in the second stage of birth, on severe perineal trauma. A quasi-experimental cohort study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Á Íslandi jókst tíðni 3° og 4°spangarrifa á síðastliðnum 10-15 árum og náði 5,6% af fæðingum um leggöng árið 2008. Verkir á spangarsvæði, slakari grindarbotn og sársauki við samfarir eru þekktar afleiðingar alvarlegra spangaráverka eftir fæðingu.
    Markmið/Tilgangur: Að meta hvort breytt vinnulag við spangarstuðning á öðru stigi fæðingar hafi getað leitt til minni tíðni alvarlegra spangaráverka.
    Aðferð: Allar konur sem fæddu um leggöng á Landspítalanum, (76% allra fæðinga landsins árið 2013), á árunum 2008-2010 og árunum 2012-¬2014 voru þátttakendur í hálfstaðlaðri íhlutunarrannsókn, alls 16724 konur. Árið 2011 var innleitt nýtt verklag á öðru stigi við fæðingu barns og þau kennd ljósmæðrum og læknum fæðingardeilda Landspítalans. Tveir fagaðilar mátu spangarrifur og skráðu niðurstöður framvirkt. Gögnum frá fyrra tímabilinu var safnað afturvirkt.
    Niðurstöður: Alvarlegum spangaráverkum fækkaði úr 5,8% í 3,6% eftir innleiðinguna (p<0.001). Fjöldi kvenna með 3° spangarrifu minnkaði um 36% og 4°spangarrifum fækkaði um 60% (bæði p<0.001). Konum með heila spöng fjölgaði úr 23,9% í 26,8%. Tíðni 1° spangarrifa jókst úr 25,8% í 33,2%, en 2° spangarrifum fækkaði úr 44,5% í 36,4% á milli tímabilanna. Í 1084 vatnsfæðingum jókst tíðni heilla spanga og 1°spangarrifa um 18-19% milli tímabila, en tíðni 2° spangarrifa minnkaði um 28%. Fjöldi kvenna með alvarlega spangaráverka eftir vatnsfæðingu var aðeins 13 á báðum tímabilum. Almennt voru tengsl milli alvarlegra spangaráverka og fæðingarstellinga og stærðar barns þrátt fyrir breytt vinnulag.
    Umræður: Niðurstöðurnar sýna marktæka fækkun á spangarrifum eftir innleiðingu breytts vinnulags. Styrkleiki rannsóknarinnar var stærð úrtaks og framkvæmt var mat á áverkunum af tveim fagaðilum og áverkar flokkaðir þannig að þeir þurftu að vera sammála. Skráning á seinni hluta tímans var framvirk. Þekking á upplifun kvenna af íhlutuninni er enn takmörkuð.
    Lykilorð: Spangarstuðningur, stuðningur við spöng, spangarrifur, spangartæting, spangaráverkar, alvarlegir spangaráverkar, aðstoð við fæðingu.

  • Útdráttur er á ensku

    Effects of an interventional program in the second stage of birth, on severe perineal trauma: A quasi-experimental cohort study.
    Background: In Iceland obstetric anal sphincter injuries had increased, reaching 5.6% prevalence by 2008. Perineal pain, genital prolapse and sexual problems following childbirth have been linked to obstetric anal sphincter injuries.
    Aim: To assess whether implementation of an interventional program in the second stage of labor would reduce severe perineal trauma.
    Method: All women giving birth vaginally at Landspitali University Hospital (in 2013 with 76% of births in the country) were enrolled in a quasi-experimental study. Data were recorded retrospectively in 2008-2010 and prospectively in 2012-2014, a total of 16.724 births. During 2011 an inter¬ventional program was implemented, involving all midwives and obstetricians working at the labor wards. Two professionals assessed and agreed on classification of each tear.
    Results: The prevalence of obstetric anal sphincter injuries decreased from 5.8% to 3.6% following implementation (p<0.001). The number of women with 3rd° tears decreased by 36% and 4th° tears by 60% (both p<0.001). The prevalence of 1st° tears increased from 25.8% to 33.2% and that of 2nd° tears decreased from 44.5% to 36.4% between the periods. For 1.084 water births an intact perineum and 1st° tears increased by 18-19% between periods, but the prevalence of 2nd° tears decreased 28%. The number of women with severe perineal trauma after waterbirths was low, only 13 during both periods. Severe perineal trauma was in general linked to birth position and birthweight despite emphasis on intervention.
    Conclusion: The study confirmed efficacy of the intervention as a significant decrease in obstetric anal sphincter injuries was achieved. The strength of this study was that the trauma classification was confirmed by two professionals. Knowledge on women´s experience of the intervention is needed.
    Keywords: Perineal support, support of the perineum, perineal tears, perineal trauma, vaginal delivery, manual assistance, obstetric anal sphincter injuries.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Sveinsdóttir ritgerð 05062016.pdf2.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_Edda.jpg3.43 MBLokaðurYfirlýsingJPG