is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25035

Titill: 
  • Fjárhagsstaða sunnlenskra sveitarfélaga í aðdraganda og kjölfar efnahagssamdráttar árið 2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er til B.Sc gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmið þess er að greina fjárhagslega stöðu þriggja sunnlenskra sveitarfélaga á tímabilinu 2005 til 2012. Rannsóknin nær því yfir aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008 og einnig fyrstu árin í kjölfar hrunsins. Sveitarfélögin Árborg, Hveragerðisbær og Ölfus voru sérstaklega valin vegna landfræðilegrar nálægðar þeirra við hvert annað og einnig vegna þess hve ólík þau eru þegar kemur að helstu atvinnuvegum, uppbyggingu og stærð.
    Greining fjárhagsstöðu sveitarfélaganna fer fram með fjármálakennitölum og ýmsum lykiltölum úr ársreikningum þeirra. Annars vegar með kennitölum sem almennt eru notaðar til að meta fjárhagsframmistöðu fyrirtækja þegar kemur að arðsemi, skuldsetningu og greiðsluhæfi, og hinsvegar með hefðbundnum kennitölum sem notaðar eru til að meta fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Arðsemi verður greind með arðsemi eigin fjár og EBITDA. Skuldsetning verður metin með hlutfalli skulda á móti eignum og eiginfjárhlutfalli. Greiðsluhæfi verður metið með veltufjárhlutfalli. Hefðbundnu kennitölurnar sem notaðar verða eru veltufé frá rekstri, veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum, veltufé frá rekstri deilt upp í langtímaskuldir, skuldahlutfall A og B hluta og skuldir á hvern íbúa. Þær lykiltölur sem notaðar eru úr ársreikningum sveitarfélaganna eru tekin ný langtímalán, afborganir langtímalána og einn helsti útgjaldaliður sveitarfélaga, útgjöld til félagsþjónustu.
    Niðurstöður greininga á sveitarfélögunum sýndu að áhrif efnahagshrunsins á sveitarfélögin þrjú voru mjög ólík. Lægri skuldastaða Ölfuss í aðdraganda hrunsins virðist hafa dregið mikið úr áhrifum þess samanborið við Árborg og Hveragerðisbæ. Helsti atvinnuvegur Ölfuss, verandi sjávarútvegur og nýtilkomin jarðhitavirkjun virðast hafa haft mjög jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins á meðan Árborg og Hveragerði þurftu meira að treysta á lánsfé til að halda rekstrinum gangandi með tilheyrandi íþyngjandi afborgunum þess.
    Lykilorð: Sveitarfélög, ársreikningur, kennitölur, kennitölugreining, efnahagshrun.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is to analyse the financial performance of three municipalities in southern Iceland in the time period of 2005 to 2012. The time period is chosen to reflect the financial performance of the municipalities in the years before the economic crisis in 2008 and the years following. The municipalities of Árborg, Hveragerði and Ölfus were specifically chosen because of their geographical proximity to each other and because of how different they are regarding their structure and size. The municipalities will be diagnosed using financial ratios and key numbers from their financial statement. Two types of ratios will be used, financial ratios used mainly to evaluate companies in regard to profitability, debt management and liquidity, and conventional financial ratios used to evaluate municipalities. The profitability will be
    evaluated using return on equity and EBITDA. Debt to total assets ratio and owners equity ratio will be used to evaluate debt management, and liquidity will be assessed with current ratio. Conventional ratios used will be working capital from operations, working capital from operations as a proportion of total income, long-term debt divided by working capital from operations, debt ratio and debt per person. Other key numbers from financial statements used are new long-term debt, installments of long-term debt as well as one of the largest expenditures of municipalities, social service expenditures.
    Results of the diagnoses showed that the economic crisis had very different effects on the three municipalities being analysed. Ölfus had much lower debt in the antecedents of the economic crisis which appears to have cushioned the effects of the events in 2008 compared to Árborg and Hveragerði. The main industry in Ölfus, being the fishing industry, and the newly established geothermal power plant within its land,
    appears to have had a positive effect in the time period, while Árborg and Hveragerði had to rely on creditors to ensure continued operations along with its burdensome installments.
    Key words: Municipalities, financial statement, ratios, financial ratios, economic crisis.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_Steinar Ludviksson.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna