is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25066

Titill: 
  • Byggingararfur og þróun áfangastaða í ferðaþjónustu : Kópavogur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftir að til stóð að rífa Menntaskólann í Reykjavík árið 1950, varð vitundarvaking meðal Íslendinga varðandi byggingararf. Húsafriðunarsjóður var stofnaður árið 1975, sem veitir styrki til viðhalds og enduruppbyggingu eldri húsa.
    Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar er fjallað um áfangastaði með tilliti til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sérstaklega í þéttbýli. Fyrirliggjandi þekking á grunnþáttum í uppbyggingu áfangastaða er borin saman við aðstæður í Kópavogi. Þá er fjallað um menningararf og hvernig hægt er að nýta byggingararf sem aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Sú umræða er tengd sögu og byggingararfi Kópavogs.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að greina stöðu markaðsmála og stefnu bæjaryfirvalda í Kópavogi í ferðamálum. Þá er markmiðið að skoða með hvaða hætti megi nýta þann byggingararf sem liggur í Hressingarhælinu og gamla Kópavogsbænum, í ferðaþjónustu í Kópavogi.
    Helstu niðurstöður eru þær að ekki er til ferðamálastefna fyrir Kópavogsbæ, þar er engin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og stefna í markaðsmálum liggur ekki ljós fyrir. Ímynd Kópavogs tengist helst menningu og listum, en ímynd bæjarins sem áfangastaður í ferðaþjónustu er veik. Nauðsynlegt er fyrir Kópavogsbæ að hefja vinnu við stefnu í ferðamálum. Þá þarf að efla markaðsstarfið með því að opna vefsíðu fyrir ferðamenn og upplýsingamiðstöð. Auka þarf þátt Markaðsstofu Kópavogs í kynningarmálum bæjarins og hugsanlega má staðsetja upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Hressingarhælinu eða gamla Kópavogsbænum.
    Lykilhugtök: Áfangastaður, markaðssetning, menningararfur, byggingararfur í ferðaþjónustu, Kópavogur.

  • Útdráttur er á ensku

    When Menntaskólinn (College) in Reykjavík was intended to be demolished in the year 1950, it raised huge awareness and was really a wake-up call for the nation regarding Icelandic building heritage. In the year 1975, the institute Húsafriðunarsjóður (Architectural heritage Fund) was established with the purpose to provide funding for the maintenance and reconstructions of old buildings.
    In the theoretical part of the essay there are discussions regarding destinations for marketing in tourism in urban areas. Prior knowledge of the basic elements in the development of destinations are compared to the situation in Kópavogur. Then, the discussions turn to the cultural heritage and how to exploit the building heritage is discussed as attractions in tourism. That discussion is linked to the history and building heritage in Kópavogur.
    The purpose of this research is to analyse the market situation and tourism policy in Kópavogur. Then the objective is to see how we can exploit the building heritage which lies in Hressingarhælið and the house that is called, old Kópavogsbær, for tourism.
    The main conclusion is that there is no tourism policy for Kópavogur, there is no tourist information and the marketing policy is not clear. The image for Kópavogur is mainly related to culture and arts, but the image of the town as a destination for tourism is weak. It is necessary for Kópavogur to start working on a policy for tourism. Then there is a need to intensify marketing efforts by opening a website for tourists and tourist information. There is a need to increase involvement of Markaðsstofa Kópavogs (Kópavogur marketing office) in promotion of the town and maybe there can be tourist information in Hressingarhælið or the old Kópavogsbær.
    Keywords: Destination, marketing, cultural heritage, building heritage in tourism, Kópavogur.

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynir-Jónasson_BA-ritgerð_lokaeintak.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna