is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25067

Titill: 
  • Eyjafjarðará : viðhorf landeigenda og veiðimanna til uppbyggingar stangveiðiferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta á Íslandi er í örum vexti þar sem náttúran er okkar helsta aðdráttarafl. Stangveiðiferðaþjónusta er ein af greinum náttúrutengdrar ferðaþjónustu sem hefur einnig notið aukinna vinsælda. Laxveiðimarkaðurinn telst nokkurn veginn fullmettaður og er því helstu tækifærin er að finna í sambandi við silungsveiði. Eyjafjarðará naut mikilla vinsælda á árum áður sem áfangastaður stangveiðimanna sem lögðu stund á silungsveiði en miklar breytingar hafa orðið á veiðitölum og ástundun.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf landeigenda sem eiga land að Eyjafjarðará sem og veiðimanna sem veitt hafa í ánni á síðustu árum til uppbyggingar stangveiðiferðaþjónustu við ána. Spurningalisti var sendur til annars vegar landeigenda í formi póstkönnunar og hins vegar veiðimanna í formi netkönnunar til þess að kanna viðhorf til fyrirkomulags varðandi ána og uppbyggingu.
    Ef ráðast á í uppbyggingu stangveiðiferðaþjónustu við Eyjafjarðará er mikið verk fyrir höndum en niðurstöður sýna að hóparnir tveir hafa mjög ólíkar skoðanir á veiðifyrirkomulagi og hugsanlegri uppbyggingu við ána. Töluverður hluti landeigenda er hlynntur malartöku og vatnsaflsvirkjunum til tekjuöflunar en veiðimenn eru á öndverðum meiði hvað varðar nýtingu vatnasvæðisins. Möguleikar eru fyrir hendi í uppbyggingu stangveiðiferðaþjónustu við ána en taka þarf ákvarðanir um veiðistjórnunaraðgerðir, markaðssetningu og uppbyggingu aðstöðu.
    Lykilhugtök: Stangveiðiferðaþjónusta – silungsveiði – veiðihús – markhópar – Eyjafjarðará

  • Útdráttur er á ensku

    Tourism in Iceland is growing rapidly where nature is our main attraction. One of the branches of nature-related tourism that’s become increasingly popular is angling tourism. Salmon fishing is considered an almost-fully saturated industry; therefore the biggest opportunities lie in trout fishing. Eyjafjarðará River used to be a popular destination among anglers in the past but both catch numbers and practice have changed drastically. The purpose of this study is to check the attitude toward building up the angling tourism of the river, both with the landowners of Eyjafjarðará River and the anglers that have fished there. Questionnaires were sent to both landowners and anglers in the interest
    of inquiring about their attitude toward the arrangement concerning the river and its development.
    If developing angling tourism around Eyjafjarðará River is to be tackled, a lot of work needs to be done because the results of this study show a big contrast between the two groups when it comes to their outlook on fishing structure and possible development around the river. A big section of the landowners are in favor of gravel removal from the
    river and hydroelectric power stations in order to gain profit, but anglers disagree on how to utilize the river’s catchment area. There is a potential in developing angling tourism by the river, however decisions must be made about catch management, marketing and development of facilities.
    Keywords: Angling tourism – trout fishing – fishing lodge – target market – Eyjafjarðará River

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyjafjarðará. Viðhorf landeigenda og veiðimanna til uppbyggingar stangveiðiferðaþjónustu.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna